Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 119
Þá segir Hjalti, ‘Á hinn bóginn örlar ekki á því fagnaðarerindi sem Lúth- er boðaði og gaf kirkju hans nafn (þ.e. hin evangelíska) og felst í friðþægj- andi dauða og upprisu Krists syndugum mönnum til sáluhjálpar’ (bls. 128). Sé Hjalti enn að miða við umfjöllun mína á bls. 171 er þetta alrangt, þar fjalla ég líka um friðþægingu. Og almennt er þessi umsögn með öllu ómakleg því að ég geri mér alveg sérstakt far um að minna á friðþæginguna (bls. 170, 171, 333, 338 og miklu víðar). Hitt er annað mál að andlegum og veraldleg- um forystumönnum Islendinga var mjög tamt að minna á reiði Guðs og út- skúfun um 1600 og allt fram um 1640 og var óhjákvæmilegt að gera því skil. Hjalti skrifar enn, ‘Eins og á málum er tekið eru gamlar staðalmyndir og fordómar frá dögum Páls Eggerts Ólasonar aðeins festar í sessi og er það miður’ (bls. 128). Ekki skil ég á hvaða fordómum ég el því að ég er býsna gagnrýninn á skrif Páls Eggerts. Hann var góður þjóðernissinni og einn þeirra sem héldu fram söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, sem svo er nefnd. Það var skoðun hans að íslensk menning hefði lifað meðal alþýðumanna í sveitum landsins á niðurlægingartímum og gert íslendingum kleift að við- halda þjóðerni sínu og endurheimta frelsi sitt. Á tímabilinu sem markast af heimsstríðunum á síðustu öld, þegar Páll Eggert samdi verk sín, var dýrkun sveitamenningar algeng og ótti við spillingu og erlend áhrif í þéttbýli eru meðal einkenna þessara tíma." Páll Eggert hafði ímugust á hinum ‘erlenda’ rétttrúnaði, fann honum ýmislegt til foráttu og var ekki einn um það. Því fer fjarri að ég taki undir þessa skoðun. Um það getur Hjalti sannfærst með því að lesa kafla minn um rétttrúnað við lok þáttar míns í sjöunda bindi af Sögu íslands sem kom út í desember 2004. Þar fjalla ég lika rækilega um Pál Eggert og skoðanir hans. Hjalti finnur að því að lítt skuli fjallað hugmyndafræðilega um lútherska rétttrúnaðinn eða guðfræði og trúarlíf Brynjólfs biskups Sveinssonar í um- ræddu verki, Sögu Islands VI, en er of fljótur á sér, um þetta fjalla ég í Sögu íslands VII. Skrif mín í þessum bindum mynda eina heild. Sumt í verki mínu telur Hjalti vel gert en mat hans á því verður annars að teljast neikvætt. Eg get ekki varist þeirri hugsun að hann hafi ekki kynnt sér verkið nógu rækilega. Nákvæmari lestur hefði komið í veg fyrir þær röngu staðhæfingar hans sem ég hef sýnt fram á og um leið stuðlað að traustari ályktunum. n Ólafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins. Átök um atvinnuþróun á Islandi 1900-1940 (Sagnfræðirann- sóknir 9, 1988). Sigríður Matthíasdóttir: Hinn sanni íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Islandi 1900-1930 (Reykjavík 2004),! 13-172. 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.