Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 123
ungis við fjarlægð Guðs (s. 146), heldur líka samferðafólks síns (s.66).
Anna Pálína fer ekki í grafgötur með það að hún lítur á þetta sem sína bar-
áttu, sem hún ein geti háð og unnið sigur í. En hún dregur ekki heldur úr
mikilvægi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir einmanaleikann, sem stundum
hvolfist yfir hana, er ljóst að eiginmaður hennar og böm hafa staðið þétt við
hlið hennar á þessum erfiðu tímum og að krabbameinið hefur haft róttæk
áhrif á líf þeirra allra. „Við erum í raun bæði með krabbamein“, segir Anna
Pálína um sig og mann sinn og líkir þeim við Hans og Grétu sem leiðast „í
gegnum myrkan skóginn vitandi það að nomin og úlfurinn liggja í leyni og
bíða færis að hremma okkur“ (s.23). En einangrunin stafar einnig af við-
horfum fólks til veikinda hennar. Anna Pálína kvartar undan skorti á skiln-
ingi á aðstæðum og afbakaðri umhyggju, sem hún telur að krabbameins-
sjúklingar þurfi að þola í meira mæli en þeir sem hafi glímt við aðra lang-
vinna sjúkdóma. Hún veltir fyrir sér hvort e.t.v. þurfi að gefa út leiðbein-
ingabæklinginn ,J~ívernig á að spyrja frétta af heilsufari krabbameinssjúk-
lings“ (s. 140). Vandamálið má að mati Önnu Pálínu rekja til þess að fólk
geri ekki greinarmun á samúð og meðaumkun. I stað opinna spuminga um
líðan, sem lýsa umhyggju og einlægum áhuga á gangi mála, komi krafan
um ákveðin svör, sem gjaman feli í sér dramatíska lýsingu á því „sem mið-
ur hefur farið í sambandi við sjúkdóminn“ (s. 140). Þannig lýsir Anna Pálína
muninum á samúð og meðaumkun og gerir augljóslega ráð fyrir að lesand-
inn viti hvað hún á við, þó að ekki sé auðvelt að skýra það nánar: „Samúð
er ekki það sama og meðaumkun. Það er hárfínn munur þar á. Nánast eins
og blæbrigði í röddinni. En greinilegur munur engu að síður“ (s. 140). Þetta
er boðskapur Önnu Pálínu til samfélagsins, þetta er lexía fyrir þau okkar
sem vilja læra af reynslu hennar hvemig best fari á að tjá umhyggju fyrir ná-
unganum.
í sálgæslunni finnur sálgætirinn oft fyrir ráðaleysi gagnvart illskunni. Sú
eða sá sem gegnir hlutverki sálgætisins þráir að finna svör, að leysa vand-
ann, að binda enda á þjáninguna. Það er ekki auðvelt að horfa upp á þján-
ingu og angist og eiga ekki svör, eiga ekki lausnir sem virka. Bók Önnu
Pálínu ætti að vera fagnaðarefni fyrir þau sem hafa sálgæslu að lifibrauði. í
henni má finna lýsingu af baráttu sem háð er upp á líf og dauða, við vágest
sem svo oft bankar upp á og það iðulega þegar minnst vonum varir. Við slík-
ar aðstæður er þörfin fyrir sálgæsluna sérlega brýn, þörfin fyrir nærveru
andspænis ógninni, nærveru sem gefur svigrúm fyrir reiðina, óttann og ef-
ann sem svo tíðum fylgja í kjölfarið. Boðskapur bókarinnar til sálgætisins
felst öðru fremur í áherslunni á mikilvægi nærverunnar andspænis þjáning-
unni og illskunni og í lærdómnum sem draga má af reynslunni. Andspænis
121