Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 126
Þó að Nasuti tali ekki mikið um það beinlínis þá er sú áhersla gegnum-
gangandi í bók hans - yfir og undir og allt um kring - að enginn ritskýrandi
starfi í tómarúmi. Það má vissulega kalla þetta „post-modem“ verk þó svo
að Nasuti kjósi í þess stað að tala um „post-critical“ túlkun.
Nasuti vann doktorsritgerð sína undir handleiðslu G.H. Wilsons, sem
þekktur er fyrir áherslu sína á að uppbygging sálmasafnsins, Saltarans, sé
ekki tilviljunarkennd heldur búi þar ákveðin guðfræði að baki (G. H. Wilson
1985: The Editing ofthe Hebrew Psalter). Á síðustu árum hafa margir fræði-
menn, og það með réttu að mínu mati, orðið til að taka undir þetta sjónar-
mið Wilsons. Þessi nýja áhersla í sálmarannsóknunum er þó ekki viðfangs-
efni Nasutis heldur tekur hann upp þráðinn frá Gunkel og spyr sig hvert sé
hlutverk flokkunar sálmanna nú þegar tímabil Gunkels sé liðið (bls. 7).
í inngangi bókar sinnar tekur Nasuti dæmi af mjög gamalli flokkun, þ.e.
af iðrunarsálmunum sjö (S1 6, 32, 38, 51, 102, 130 og 143). Hann vekur at-
hygli á því að sú flokkun hafi aðeins verið þekkt innan vestrænnar kristni.
Sú staðreynd verður honum tilefni til að spyrja hver sé ástæða þess að mis-
munandi flokkanir verði til í ólíkum samfélögum. I því samhengi talar hann
fyrir „póst-krítískri“ nálgun sálmanna og ræðir um mikilvægi túlkunarsam-
félagsins fyrir hina „póst-krítísku“ aðferðafræði.
Iðrunarsálmamir voru þegar á 6. öld skoðaðir sem sérstakur flokkur.
Þarna höfum við gott dæmi um ákveðna flokkun sálma löngu fyrir daga
Gunkels þó að þessi flokkun væri vissulega ekki til staðar alls staðar í
kristninni. Gunkel leit síðar á þessa svokölluðu iðrunrsálma sem undirflokk
harmsálmanna.
Meginniðurstöður Nasutis eru á þá leið að spumingin um flokk eða teg-
und („Gattung“ eða ,,Genre“) sálmanna sé jafn mikilvæg og áður.
Nasuti bendir réttilega á að því sé nú stundum haldið fram, á tíma sem
gjaman er talað um sem tímann eftir Gunkel („the present post-Gunkel
era“), að hin hefðbundna rannsókn forms sálmanna hafi lagt of mikla
áherslu á hvað ákveðnir sálmar ættu sameiginlegt á kostnað hins sértæka.
James Muilenburg (1896-1974) flutti áhrifamikla gagnrýni í þessum
anda á þingi Society of Biblical Literature 1968 í erindi sem oft er vitnað til
(„Form Criticism and Beyond“). Margir hafa tekið mið af þeirri gagnrýni
hans en fáir þeirra hafa gengið svo langt að yfirgefa alveg hinar formsögu-
legu rannsóknir.
Að mati Nasutis ætti flokkun sálmanna nú um stundir að felast annars
vegar í því að viðhalda þeirri snilldarsýn Gunkels að tegund sálma („Gatt-
ung“) hafi bæði bókmenntafræðilega og þjóðfélagslega vídd. Hins vegar sé
124