Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 28
Friedricb Schleiermacher - Martin Ringmar á máli hennar, þá er margvíslegt sem honum verður um megn að segja af því að það er þessari þjóð framandi og hefir ekkert tákn í máli hennar. Þýðandinn verður þá að annað hvort sleppa því alveg, og láta kraft og form heildarinnar gjalda þess, eða bæta einhverju öðru við í staðinn. A þessu sviði leiðir svoleiðis þessi formúla til hreinnar endursköpunar eða til enn viðbjóðslegri og ruglingslegri hrærigrautar af þýðingu og endursköpun, en hann kastar lesandanum fram og aftur eins og bolta milli heims lesanda og heims höfundar, milli ímyndunar og kímni af hálfu þýðanda og af hálfu höfundar; lesandinn fær varla sanna ánægju af þessu, mun líklegra er að hann svimi og kenni að lokum mæði. Þýðanda sem styðst við hina aðferðina1 eru alls ekki heimilar slíkar yfirgangssamar breytingar, því lesandi hans skal ávallt minnast að höfundurinn hafi lifað í öðrum heimi og skrifað á annarri tungu. Þýðandans bíður nú sú mikla og erfiða list að koma þessum framandi heimi á sem hentugastan hátt til skila og að láta samtímis léttleika og eðlileika frumtextans njóta sín alls staðar. Þessi tvö dæmi, tekin frá andstæðum endum vísinda og lista, sýna greinilega hve illa markmiði allrar þýðingar — að njóta á sem hreinastan hátt framandi verka - er náð með aðferð sem vill gæða hið þýdda verk anda annarlegrar tungu. Auk þess hefir sérhvert tungumál sína sérstöku hrynj- andi, bæði í óbundnu og bundnu máli, og ef vér viljum þá blekking að höfundurinn hafi skrifað á þýðingarmálinu þá verður einnig að láta hann gjöra það með hrynjandi þess, en þetta mun lýta verkið enn og skerða til muna þá þekking sem það veitir um einkenni hans. Þessi blekking, en á henni einni grundvallast þessi þýðingarstefna,2 fer reyndar langt út fyrir markmið þýðingarstarfs. Hjá þjóð þar sem fáir búa yfir þekkingu á erlendum málum, en fleiri þó hafa áhuga á lestri framandi verka, er þörf á þýðingum sem grundvallast á fyrsta sjónarmiðinu.3 Ef þeir síðarnefndu gæti aflað sér málakunnáttu og sameinazt fyrri hópnum, þá yrði öll þýðing óþörf, og fæstir myndi leggja það vanþakkláta erfiði á sig. Þannig er eigi með seinni aðferðina. Hún tengist á engan veg nauðsyn heldur er hún verk fíknar og hroka. Sama hversu víðtæk þekkingin væri á erlendum málum og aðgangur að göfugustum verkum þeirra sérhverj- um færum manni greiður, þá yrði þýðingar samt sem áður fyrirtak sem rnundi safna æ fleiri og æ hrifnari áheyrendum, ef einhver lofaði oss verki eftir Ciceró eða Platón eins og hefði þessir menn sjálfir skrifað það beint á þýzku. Og ef einhver byðist til í þokkabót að gjöra þetta eigi einungis á eigin móðurmáli heldur á erlendu, þá yrði sá tvímælalaust hinn stærsti 1 Þ.e. lesandi til höfúndar. 2 I>.e. höfundur til lesanda. 3 Þ.e. lesandi til höfúndar. 26 á JSayebá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.