Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 28
Friedricb Schleiermacher - Martin Ringmar
á máli hennar, þá er margvíslegt sem honum verður um megn að segja af
því að það er þessari þjóð framandi og hefir ekkert tákn í máli hennar.
Þýðandinn verður þá að annað hvort sleppa því alveg, og láta kraft og form
heildarinnar gjalda þess, eða bæta einhverju öðru við í staðinn. A þessu
sviði leiðir svoleiðis þessi formúla til hreinnar endursköpunar eða til enn
viðbjóðslegri og ruglingslegri hrærigrautar af þýðingu og endursköpun, en
hann kastar lesandanum fram og aftur eins og bolta milli heims lesanda
og heims höfundar, milli ímyndunar og kímni af hálfu þýðanda og af
hálfu höfundar; lesandinn fær varla sanna ánægju af þessu, mun líklegra
er að hann svimi og kenni að lokum mæði. Þýðanda sem styðst við hina
aðferðina1 eru alls ekki heimilar slíkar yfirgangssamar breytingar, því
lesandi hans skal ávallt minnast að höfundurinn hafi lifað í öðrum heimi
og skrifað á annarri tungu. Þýðandans bíður nú sú mikla og erfiða list að
koma þessum framandi heimi á sem hentugastan hátt til skila og að láta
samtímis léttleika og eðlileika frumtextans njóta sín alls staðar.
Þessi tvö dæmi, tekin frá andstæðum endum vísinda og lista, sýna
greinilega hve illa markmiði allrar þýðingar — að njóta á sem hreinastan
hátt framandi verka - er náð með aðferð sem vill gæða hið þýdda verk anda
annarlegrar tungu. Auk þess hefir sérhvert tungumál sína sérstöku hrynj-
andi, bæði í óbundnu og bundnu máli, og ef vér viljum þá blekking að
höfundurinn hafi skrifað á þýðingarmálinu þá verður einnig að láta hann
gjöra það með hrynjandi þess, en þetta mun lýta verkið enn og skerða til
muna þá þekking sem það veitir um einkenni hans.
Þessi blekking, en á henni einni grundvallast þessi þýðingarstefna,2 fer
reyndar langt út fyrir markmið þýðingarstarfs. Hjá þjóð þar sem fáir búa
yfir þekkingu á erlendum málum, en fleiri þó hafa áhuga á lestri framandi
verka, er þörf á þýðingum sem grundvallast á fyrsta sjónarmiðinu.3 Ef þeir
síðarnefndu gæti aflað sér málakunnáttu og sameinazt fyrri hópnum, þá
yrði öll þýðing óþörf, og fæstir myndi leggja það vanþakkláta erfiði á sig.
Þannig er eigi með seinni aðferðina. Hún tengist á engan veg nauðsyn
heldur er hún verk fíknar og hroka. Sama hversu víðtæk þekkingin væri
á erlendum málum og aðgangur að göfugustum verkum þeirra sérhverj-
um færum manni greiður, þá yrði þýðingar samt sem áður fyrirtak sem
rnundi safna æ fleiri og æ hrifnari áheyrendum, ef einhver lofaði oss verki
eftir Ciceró eða Platón eins og hefði þessir menn sjálfir skrifað það beint
á þýzku. Og ef einhver byðist til í þokkabót að gjöra þetta eigi einungis
á eigin móðurmáli heldur á erlendu, þá yrði sá tvímælalaust hinn stærsti
1 Þ.e. lesandi til höfúndar.
2 I>.e. höfundur til lesanda.
3 Þ.e. lesandi til höfúndar.
26
á JSayebá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010