Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 26
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar
Þá tíðkast einnig að menn hafi lagt ástfóstur við skriftir á latínu eður
rómönskum málum, og ef ætlun þeirra með þessu er virkilega að tjá sig
eins vel og eins frumlega á erlendu máli og á móðurmáli sínu, þá mundi
eg álíta þetta ósvífna og hjátrúarfulla iðju, ekki ósvipaða „tvíferð",1 en þar
með vildi maðurinn ekki einungis hæðast að lögmálum náttúrunnar held-
ur líka rugla aðra í ríminu. En þannig er þessu eigi háttað, skriftir þeirra
eru einungis fínlegur látbragðsleikur, í mesta lagi ætlaður til ánægjulegrar
dægrastyttingar í útjaðri vísinda og lista. Skriftir á erlendu máli eru aldrei
frumlegar, heldur endurminningar um ákveðinn rithöfund eður um hætti
ákveðins tímabils, sem töfra almenna persónu fram og svífa fyrir sálinni
líkt og lifandi, ytri mynd sem skriftirnar leitast við að endurskapa. Það er
þess vegna sem þessi iðja framleiðir afar sjaldan nokkuð verðmætt, umfram
nákvæmni látbragðsins, og sakir þess má líka njóta meinlausrar ánægju af
þessu ástkæra listaverki því alltaf sést í gegn í persónuna sem hermt er eftir.
Hafi einhver aftur á móti, gegn því sem náttúran og siðirnir bjóða, gjörzt
liðhlaupi frá móðurmálinu á vit annarrar tungu, þá þarf það ekki að vera
eins konar uppgerðar sjálfsháð þegar hann kveðst eigi lengur geta hreyft
sig frjálslega í móðurmálinu; heldur er það eingöngu réttlæting sem hann
býr til sjálfum sér, til þess að sýna að eðli hans er virkilega „yfirnáttúrulegt"
í trássi við alla röð og reglu, og trygging hinum að hann sé þó enginn
tvífari eður draugur.
En vér höfum nú allt of lengi dvalið við þessi kynlegu efni eins og
viðfangsefni vort væri skriftir á erlendum málum og eigi þýðingar úr þeim.
Málið er þetta. Ef ókleift er að skrifa á erlendu máli frumverk sem er
listrænnar þýðingar virði og þurfi, eða ef þetta er alltént sjaldgæf og furðuleg
undantekning, þá er heldur ekki gjörlegt að setja þýðingunni þá reglu að
hún eigi að hugsa eins og höfundurinn sjálfur hefði skrifað einmitt þetta á
þýðingarmálinu; því ekki er fyrir að fara fjöldanum öllum af tvítyngdum
rithöfundum sem gæti þjónað sem hliðstæður fyrir þýðandann að fylgja,
heldur verður hann við þýðing á öllum verkum (nema um sé að ræða létta
afþreying eða viðskiptastíl) að treysta nær eingöngu á ímyndunarafl sitt. Já,
er eitthvað við því að amast, þegar þýðandi segir lesanda sínum: „Hér færi
eg þér bókina eins og maðurinn hefði skrifað hana, hefði hann skrifað á
þýzku,“ þótt lesandinn svari: „Ég er þér alveg eins þakklátur og ef þú færðir
mér mynd af manninum eins og hann liti út hefði móðir hans átt hann
með öðrum föður?“ Því ef eiginlegur andi höfundar verka (sem tilheyra í
æðri skilningi vísindum og listum) er móðirin, þá er „föðurlenzkan“ faðir
þeirra. Þessarar eða hinnar kúnstarinnar sem þykist búa yfir dularfullri
þekkingu, er enginn hefir, má eingöngu njóta sem leiks.
I „Doppeltgehen".
á ,d3ay/-já - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010