Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 112

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 112
Marteinn Ltíther - Anna Sigurbjörg SigurSardóttir um að gera hlutina í öfugri röð sem þar að auki fjallaði líka um hross þannig að ég vildi frekar nota það. xv Ég nota stóran staf í Blekbullan þar sem Lúther er hér að vísa til eins sérstaks manns, þ.e. Blekbullunnar frá Dresden, þó hann noti orðið síðan líka í fleirtölu á öðrum stað, en þar nota ég lítinn staf. xvi Hér þýði ég „siifl“ með góður og „gut“ með vandaður. Á íslensku er oftast talað um bæði góðan og vandaðan texta eða gott og vandað mál. Við tölum síður um sætt eða þægilegt. Það væri hægt að nota ljúft eða ferskt, en ég ákvað að nota þama lýsingarorð sem eru okkur töm um málfar. xvii Hér notar Lúther sagnorðið „zufahren" sem í nútímamáli er aðallega notað um að farartæki keyri að eða i dtt til einhvers. I orðinu felst hraði og kraffur sem mér finnst komast til skila með orðalaginu að vaða fram, frekar en að fara fram eða e-ð því um líkt. Auk þess felur það í sér vissan grófleika og gleypugang sem Lúther vill draga fram. xviii Textinn segir „nahm fiir sich“ og liggur beinast við að þýða það með „eignaði sér“, en ég valdi að þýða þetta með „gerði ... að sínu“ sem dregur athyglina að verknaði sem tekur tíma og er unninn markvisst. xix Fyrir „davon tun“ fannst mér sterkara og álirifaríkara að nota „að nema brott" frekar en „fjarlægja", bæði vegna þess að það virkar aðeins eldra orðalag og eins hafa orðin farlagja eða taka brott ekki eins dramatíska skírskotun. Að nema brott vísar til brottnáms sem ber í sér þjófnaðinn eða það að fjarlægja gegn vilja einhvers sem Lúther er að tala um. xx Ég vel hér að þýða „schrieb dazu“ með „bætti inn í“ því mér fannst það lýsa betur þessuni umskiptum sem þarna er verið að tala um. xxi Hér stendur á þýsku „Landsfiúrst“ og þar sem ekki er til á íslensku landsfúrsti, eingöngu þjóðhöfðingi eða þ.u.l., þá vil ég gera ljóst að hér er um eitt af þýsku löndunum að ræða til aðgreiningar frá þýska ríkinu, hvort sem er í nútímamynd eða þýska keisaradæminu. xxii Ég leitaði lengi að réttu orði til að nota fýrir „greulich" (venjulega skrifað „grau- lich“ nú til dags). Ég prófaði að nota ömurlega og hræðilega, en mér fannst hvor- ugt orðið ná þeim blæ sem fæst með hljórni þýska orðsins. Orðið viðurstyggilegur er hart í framburði og fullt af viðbjóði og höfnun eins og mér finnst þýska orðið vera. xxiii Lúther notar hér orðið „geflickt" sem mér finnst klastra ná mjög vel, því að þarna er um klúður eða handvömm að ræða sem er það sem Lúther er að leggja áherslu á. Ég íhugaði að nota bæði flikka upp á, sem mér fannst of nútímalegt, og lappa upp á, en hvort tveggja fannst mér gefa of mikið til kynna að þar væri um eitthvað að ræða sem hefði þörf fýrir lagfæringu. xxiv Lúther notar þarna orðið „wievvohl" sem þýðir „enda þótt“ en það kallar á algjöra endurröðun á setningunni og mér fannst koma betur út þarna að nota einfaldlega „en“ og láta hneykslan Lúthers og siðavöndun koma smám saman í ljós í setning- unni. xxv Þarna segir Lúther á þýskunni: „... erst heute Morgen gekommen wáre ...“ Mér þótti orðrétt þýðing ekki falla vel að íslensku máli þar sem ég fann ekkert sambæri- Iegt orðtæki og notaði í staðinn lýsingu á því sem hann er að meina. xxvi Lúther segir þarna,,... was ich vor zwanzig Jaliren an den Schuhen zerrissen habe;“ Ég þýði þarna eftir meiningunni fremur en orðrétt, en þetta orðtæki þýðir inni- haldslega e-ð í þá veru að hafa gatslitið skónum við að gera eitthvað eða lagt mikið á sig við að ná einhverju fram. IIO d .i&f/ydjd - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.