Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 105

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 105
Sendibréf um þýðingar (1530) orðið enn gramari yfir þessu og sagt að lögmálið sé fordæmt og því formælt af Guði og að maður ætti að framkvæma eintóm ill verk eins og Rómverjarnir í þriðja kafla gerðu:1 „Gerum hið illa til þess að úr því verði hið góða,“ eins og líka uppreisnarseggur2 einn upphóf á okkar tímum. Ætti maður vegna slíkrar gremju að afneita orðum heilags Páls eða að ræða ekki um trúna á ferskan og frjálsan máta? Minn kæri, við og heilagur Páll viljum einmitt viðhalda slíkri gremju og kenna hana, með því eina markmiði að standa af alefli gegn verk- unum og knýja til trúarinnar einnar saman, að fólkið verði gramt, hnjóti og detti svo það læri af því og öðlist fullvissu um að það verði ekki frómt vegna verka sinna, heldur eingöngu vegna dauða Krists og upprisu. Geti það nú ekki orðið frómt vegna góðra lögmálsverka, hversu miklu síður mun það verða frómt vegna illra verka og lögmálslaust! Það má því ekki draga þessa ályktun: Góð verk hjálpa ekki — þá hjálpa ill verk, alveg eins og ekki verður með góðu móti ályktað: Sólin getur ekki hjálpað þeim blinda að sjá, þá hlýtur nóttin og myrkrið að hjálpa honum að sjá. Mig undrar aftur á móti að menn geti verið með þennan þvergirðings- hátt í þessu augljósa máli. Svarið mér því þá, hvort dauði og upprisa Krists sé okkar verk, sem við framkvæmum eður ei. Það er engan veginn okkar verk, né verk nokkurs einasta lögmáls. Nú er það jú svo að eingöngu dauði Krists og upprisa frelsar okkur frá syndum og gerir okkur fróm eins og Páll segir í fjórða kafla Rómverjabréfsins: „Hann dó vegna synda okkar og er upp risinn okkur til réttlætingar.“3 Svarið mér þessu enn fremur: Hvert er það verk sem gerir okkur kleift að henda reiður áxl“ og meðtaka dauða og upprisu Krists? Það getur aldrei verið veraldlegtxll“ verk, heldur aðeins hin eilífa trú hjartans; hún ein, allsendis alein og án allra verka getur hent reiður á slíkum dauða og upprisu sem predikuð er í fagnaðarerindinu. Hvað á það nú eiginlega að fyrirstilla að menn skrattistxllv og skamm- ist, villukenni og brenni, þrátt fyrir að málið liggi í sjálfu sér skýrt fyrir og sanni að eingöngu í gegnum trúna sé hægt að henda reiður á dauða og upprisu Krists, án allra verka, og sá hinn sami dauði og upprisa sé líf okkar og réttlæting. Ef það er í sjálfu sér augljóst að eingöngu trúin færi okkur, 1 Þýð.: Rómverjabréfið 3:8 — IB’07, NT bls. 190: „Eigum við þá ckki að gera hið illa til þess að hið góða komi fram? Sumir bera mig þeim óhróðri að ég kenni þetta. Þeir munu fá verðskuldaðan dóm.“ 2 Þýð.: Hér notar Lúther aftur orðið Rottengeist og er líklega að tala um Thomas Miinzer, en hann kallaði hann á einum stað Schwarmer und Rottengeister = skýjaglópur og upp- reisnarseggur. Hann gerðist baráttumaður gegn veraldlegum yfirvöldum í bændastríð- inu, en Lúther predikaði af krafti gegn hvers kyns ofbeldisverkum og uppreisn gegn veraldlegu valdi. 3 Þýð.: Rómverjabréfið 4:25 — IB’07, NT bls. 192. „Hann sem var framseldur vegna mis- gjörða okkar og upp vakinn okkur til réttlætingar." á .ýdayúá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.