Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 75
Úr Stylistique comparée du frangais et de l’anglais
og auglýsingaspjöld þar sem engin útskýring fylgir. Hægt er að hugsa sér
merkið SVP1 sem í sjálfu sér svarar einungis til mjög óljósra aðstæðna sem
fela í sér kurteisislega beiðni. En skilti á kanadískri grasflöt, þar sem einungis
orðið SVP er skrifað, gefur nokkuð fyrirhafnarlaust til kynna þau skilaboð
að ekki sé æskilegt ganga á grasinu. Sömuleiðis í Kanada nægir skilti með
áletruninni WORMS, sem staðsett er við á, til að gefa vísbendingu um að
verið sé að selja orma eða beitu, á meðan sama skilti í Þýskalandi gæfi til
kynna áttina að borginni Worms.
Auðvelt væri að margfalda dæmi af þessari tegund tvíræðni og hér á
eftir verða gefin nokkur. Engu að síður er rétt að hafa í huga að sú tví-
ræðni sem um ræðir gildir aðeins fyrir ritað mál þar sem skortur á við-
eigandi merkjum, sem ætluð eru til að umskrifa hrynjandina, áherslurnar
og hljómfallið, getur orðið þess valdandi að leiða þýðandann á villigötur
þegar setningin er bútuð niður.
Dæmi á frönsku: IIfautséparer les culasses desfiisils [Nauðsynlegt er að skilja
hleðsluhólfin frá byssunum] (frorn eða ofi)\ les ouvriers qui étaientfiatiqués
demandérentd interrompre le travail [verkamennirnir sem voru þreyttir báðu
um að hlé yrði gert á vinnunni]. (Hér væri hægt að setja kommu á undan
og eftir „sem voru þreyttir“ til að skýra betur merkingu setningarinnar);
je travailleri tant queje réussirai [ég mun æfa2 svo mikið að mér tekst það]
(so much eða as longasl)\ vous connaissez tous les effets de cette maladie [þið
þekkið öll áhrif þessa sjúkdóms] (You allknoiv eðayou know all the effects?).
I tveimur síðustu dæmunum nægir hljómfallið eða framburðurinn (tous3
borið fram með eða án s í enda orðs) til þess að eyða allri tvíræðni.xu
Dæmi á ensku: The Rare Book Room: í háskóla, [salur sjaldgæfra bóka];4
a light blue material: une étoffe bleu clair [ljósblátt efni] eða bleue et légére
[blátt og létt]; a speed zone: zone de vitesse surveillée [svæði þar sem eftirlit er
haft með hraða], eða zone oit la vitesse estpermise [svæði þar sem leyfilegt er
að keyra hratt]? A French teacher, a French book: ætti að túlka French sem
tilvísunarlýsingarorð eða einkunn? Supplementary StajfTest, er um að ræða
aukapróf eða próf fyrir aukastarfsfólk? Tvíræðnin heldur áfram að vera til
staðar í annarri mögulegri setningu: Additional Personnel Test. Loks hefur
1 SVP er skammstöfún á s'il vous plait sem þýðir „vinsamlegast".
2 Sögnin travailler getur líka þýtt „að vinna".
3 Tous merkir „allir“ þegar s er borið fram: vous connaissez tous [þið þekkið öll], og hins
vegar án s í framburði: vous connaissez tous les ejfets (þið þekkið öll álirifin).
4 Incunable á frönsku er bók sem prentuð er fyrir árið 1500. Sambærilcgt orð á íslensku er
„vögguprent“. Hér er notað orðalagið „sjaldgæfar bækur“ sem er þýðing á enska dæminu
(Rare Book).
á Yfdayebá— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
73