Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 106
Marteinn Liíther—Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir
hendi reiður á og gefi slíkt líf og réttlætingu, því skyldi maður þá ekki líka
tala þannig? Það er ekki villukenning að trúin ein hendi reiður á Kristi og
gefi lífið. En villukenning skal það heita ef einhver segir slíkt eða talar um
það. Eru þeir ekki galnir, glórulausir og frávita? Þeir gangast við réttmæti
málefnisins en refsa þó fyrir umræðu um sama efni sem röng væri; enginn
hlutur má samtímis vera bæði réttur og rangur.
Það er heldur ekki ég einn, né er ég sá fyrsti, sem segir að trúin ein
réttlæti. A undan mér höfðu Ambrosius,1 Ágústínus2 og margir fleiri sagt
þetta. Og sá sem ætlar sér að lesa og skilja heilagan Pál hann hlýtur vissu-
lega að samsinna þessu og getur ekki annað. Orð hans eru of afdráttarlaus
og þola ekkert verk, alls ekkert verk. Sé þar ekkert verk, þá hlýtur þar
að vera trúin ein saman. Ó, það væri nú aldeilis fín, nýtileg og meinlaus
kenning ef fólkið lærði að meðfram trúnni gæti það einnig orðið frómt
fyrir verkin. Það væri eins og að segja að það væri ekki eingöngu dauði
Krists sem fjarlægði syndir okkar, heldur bættu verk okkar þar einhverju
við. Það væri góð leið til að sýna dauða Krists sóma, að verk okkar hjálp-
uðu til og gætu áorkað því sama og hann, þannig að við værum jafnokar
hans að afli og kostum. Það er djöfullinn sem ekki getur látið hjá líða að
vanvirða blóð Krists.
Með því að nú er ljóst að kjarni málsins sjálfs krefst þess að maður segi:
„Trúin ein saman veitir réttlætingu“ og eðli þýska málsins eins og okkur
hefur verið kennt að tala það krefst þess líka — hef ég að auki fordæmi
hinna heilögu kirkjufeðra og hina knýjandi hættu sem vofir yfir fólkinu að
það geti ekki slitið sig frá verkunum og fari á mis við trúna og glati Kristi,
sérstaklega nú orðið, af því það hefur vanist við verkin svo lengi og það
verður að slíta það laust frá þeim með valdi: Þar með er það ekki einungis
rétt, heldur bein og brýn nauðsyn að kveðið sé fast og greinilega að með
því að segja: Trúin ein saman án verka gerir mann fróman; mig iðrar mest
að ég skuli ekki líka hafa bætt við „alle ‘ og „aller“ [,,allra“], sem sagt: „Ohn
alle Werk aller Gesetz [,,Án allra verka allra lögmála“], þannig að það væri
hljómmikið og hreint þegar það væri mælt af munni fram. Þess vegna
skal það haldast í Nýja Testamentinu mínu og megi allir páfaasnar verða
galnir og glórulausir, þeir skulu ekki fá mig ofan af því. Nóg um þetta að
sinni. Seinna hyggst ég, ef Guðs náð lofar, ræða þetta frekar í kverinu De
iustificatione.3
Um hina spurninguna, hvort hinir sálugu dýrlingar biðji fyrir okkur.
1 Þýð.: Biskup í Mílanó, d. 397. Einn af kirkjufeðrunum.
2 Þýð.: Heilagur Ágústínus frá Hippó í Afríku, d. 430. Merkastur kirkjufeðranna og
áhrifamesti guðfræðingur kristinnar kirkju næst á eftir Páli postula.
3 Þýð.: Þýska: „Von der Rechtfertigung" eða „Uin réttlætinguna“ sem Lúther kláraði aldrei.
104
d ,ý3ay/'iá' — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010