Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 33

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 33
Inngangur að málfrœði kastilískrar tungu þjóð, fjarlægðust þeir smám saman tungumál sitt sem þeir höfðu, að ég tel, tekið upp frá Kaldeum, Egyptum og því tungumáli sem þeir notuðu til að eiga samskipti sín á milli þar eð þeir aðhylltust aðra trú en barbarar, en þeir bjuggu í landi þeirra. Þannig tók hebresk tunga að blómstra á tímum Móse, þess er eftir að hafa numið heimspeki og fræði hinna vitru Egypta, og hafa orðið þess verðugur að tala við guð og tjá sig um þjóð sína, var sá fyrsti er dirfðist að rita hina fornu sögu þjóðar sinnar og varð það upphafið að hinni hebresku tungu. Enginn vafi leikur á að sú tunga varð aldrei eins hátt metin og á tímum Salómons, þess er sagður er friðsamur, því að á hans tímum ríkti friður í konungsveldinu og slíkt elur af sér góða og sanna list. Grísk tunga átti einnig sína bernsku og jukust áhrif hennar rétt fyrir Trójustríðið, á þeim tíma er tónlist og ljóðlist Orfeifs, Línusar, Musajós og Amfíósar auk Hómers og Odysseifs, eftir fall Tróju, var í miklum blóma. Og þannig dafnaði þessi tunga allt fram að einveldi Alexanders og þess tíma er fjöldinn allur af skáldum, mælskulistarmönnum og heimspekingum færðu ekki aðeins tungumálið til vegs og virðingar, heldur einnig alla aðra list og önnur vísindi. Seinna, eftir að ríki og lýðveldi Grikklands tóku að liðast í sundur og Rómverjar urðu herrar þeirra, fór grísk tunga á sama tíma að lúta í lægra haldi fyrir auknum styrk þeirrar latnesku. Um latínuna má meðal annars segja að hún átti bernsku sína í fæðingu og byggingu Rómar og blómaskeið hennar hófst fimm hundruð árum eftir að Róm var byggð, á tímum Livíusar Andrónikusar þess er fyrst birti verk sitt á latínu. Þannig óx henni ásmegin allt fram að einveldi1 Sesars, en eins og postulinn mælir þá kom sá tími er guð sendi son sinn eingetinn og frelsari heimsins fæddist. I þessum friði, er spámenn höfðu talað um og rættist með Salomón, sungu englar við fæðingu frelsarans: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum er hann hefur velþóknun á.“ Þá voru uppi mörg skáld og mælskulistarmenn sem færðu okkur2 mætustu verk latneskrar tungu: Túllíus, Sesar, Lúkretíus, Virgill, Hóratíus, Ovidíus, Livíus og allir aðrir þeir er á eftir komu allt fram að tímum Antóníusar Píusar. A þeim tíma er Rómaveldi tók að hnigna, fór einnig að draga úr mætti latínunnar þar til hún tók á sig þá mynd sem við fengum í arfleifð frá forfeðrum3 okkar, sem í samanburði við latínu þess tíma á lítið meira sameiginlegt með henni en hinni arabísku tungu. Það sem við höfum sagt um hebreska, gríska og latneska tungu má einnig segja um þá kastilísku: 1 Hér kæmi einnig til greina að nota orðið „keisaraveldi“ þar sem í frumtextanum notar Nebrija orðið „monarquía" sem getur hvort tveggja þýtt „keisaraveldi" eða „einveldi". 2 Hér talar hann um „nuestros tiempos" sem þýðir í raun „okkar tímar“, en mér finnst það ekki fara nógu vel á íslensku. 3 Hérna er þetta þýðing á orðinu „padres“ sem getur bæði þýtt „foreldrar" og „forfeður". Hér er betur við hæfi að tala um forfeður. (I ,j9rry/-já — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 3i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.