Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 43

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 43
William Blake ogþýðingin á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar prjónavörusala í Lundúnum. Hann var skírður í Westminster Abbey, komst ungur í listaskóla, nam myndskurð (engraving) í sjö ár sem iðnnemi og komst síðan inn í The Royal Academy í London, en var þá þegar orðinn róttækari og rómantískari en hin nýklassíska akademía var vön að nem- endur hennar væru. Blake var af fjölskyldu andófsmanna innan ensku kirkjunnar (dissidents), og hafði sjálfur mjög ákveðnar skoðanir á kristni og kristinni trú. T.d. var hann þeirrar skoðunar að veraldlegt vald og veraldleg umsýsla væri af hinu illa, og jafnvel að skynsemin sem slík væri blekking og djöfulleg í eðli sínu. I staðinn hélt Blake fram mikilvægi innlifunarinnar, og ímyndunaraflsins, enda var Blake skyggn frá unga aldri og var stundum félagi engla — „the companion ofAngels“ eins og hann sjálfur orðaði það.1 William Blake naut ekki mikillar virðingar samtímamanna sinna á meðan hann lifði. Það var litið á hann sem hvern annan iðnaðarmann og það var ekki fyrr en löngu síðar að menn gerðu sér grein fyrir því að hann var einn af upphafsmönnum og aðalfyrirmyndum rómantísku stefnunnar svoköll- uðu. Áhrif Blakes á skáld eins og Wordsworth og Keats eru nú óumdeild. Þóroddur Guðmundsson segir um Blake í eftirmála sínum: „Blake lifði og dó lítt þekktur og var misskilinn af samtíð sinni, hafð- ur að háði og spotti og jafnvel talinn vitskertur, enda var þeirri flugu komið inn hjá fólki á hinn lævísasta hátt af hatursmönnum hans, er voru margir. Hvort tveggja er auðskilið. Blake var að öðrum þræði auðmjúkt barn gagn- vart guði sínum, en á hinn bóginn vítti skáldið rangsnúinn aldaranda og sagði höfðingjum þessa heims til syndanna með fádæma einurð.“2 Þóroddur Guðmundsson telur því Blake vera hinn misskilda snill- ing og bókmenntafræðingurinn Northrop Frye sem rannsakað hefur verk Blakes er honum sammála.3 Frye segir: What Blake demonstrates is the sanity of genius and the ntadness of the commonplace mind, and it is here that he has something very apposite to say to the twentieth century, with its interest in the arts of neurosis and the politics of paranoia.4 Líklegast er þó að Blake hafi stundum verið á barmi vitfirringar, en hafi tekist að beina þeim sýnum sem hann sá í jákvæðan farveg með listsköpun sinni, þannig að þótt hann sæi inn í „aðra heima“ þá varð það honum ekki að fjörtjóni. 1 Bentley, bls. ioo. 2 Sjá eftirmála Þórodds í Blake, Söngvar sakleysisins og Ljóð lífireynslunnar, bls. 76. 3 Frye, bls. 12-13. 4 Frye, bls. 13. á .jSrry/riá — Ég kann að i>ýða; það kunnið þið ekki. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.