Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 128

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 128
Gauti Kristmannsson Hlutverkskenningin, sem stundum er kölluð skoposkenningin, olli þó nokkrum úlfaþyt meðal fræðimanna og starfandi þýðenda, einkum bók- menntaþýðenda. Að vísu má vel segja að hún endurspegli á margan hátt veruleika þýðinga frá örófi alda, verknaðar þar sem pendúllinn sveiflast öfg- anna á milli og skapar þannig endalaust nýja möguleika. Þessi mismun- andi viðhorf eru þegar fyrir hendi hjá Cíceró og Hórasi þegar Rómverjar eru að taka upp gríska menningu inn í þá latnesku. Það er einnig mikil- vægur þáttur í kenningum þeirra Reiss og Vermeers; þýðing er ævinlega menningarleg tilfærsla. Mikilvægt er að hafa þá í huga að tilfærslan er ekki aðeins frá A til B, heldur breytist eitthvað í B við upptöku á þáttum í A. Eg upplifði Vermeer í fyrsta sinn á ráðstefnu árið 1994 og þar var meðal áheyrenda einn af hans hörðustu gagnrýnendum sem greinilega beið færis að spyrja spurninga. Að fyrirlestrinum loknum hélt hann stutta tölu og tiltók að á nasistatímanum í Þýskalandi hefðu a.m.k. þrjár þýðingar verið gerðar af frægasta leikriti Oscars Wildes, The Importance ofBeingEarnest. Ein þeirra hefði verið „trygg“, þ.e. einhvers konar jafngildisviðmið voru höfð að leiðarljósi, ein hefði verið „þæg þýðing" fyrir nasismann (undir- strikað blóðtengsl og ættargöfgi) og ein hefði verið ögrandi (undirstrikað hómóerótískar tilhneigingar textans). Fyrirspyrjandi vildi síðan vita hver þessara þýðinga hefði verið rétt samkvæmt skoposkenningunni. Ekki stóð á svari hjá Vermeer, hann benti á að þetta væri „óspurning“, Unfrage á þýsku, því vitaskuld væri engin þessara þýðinga „rétt“, nema þá frá hugmyndafræðilegum sjónarhóli. Hverja og eina mætti vitanlega gagn- rýna eins og hvern annan texta fyrir hugmyndafræði sína og viðhorf og afhjúpa mætti þýðandann sem nasista eða uppreisnarhetju og hafa skoðun á verki hans eða hennar. En aðstæður hafa alltaf áhrif á gerðir manna og gerðir þeirra eru í samræmi við hlutverkið sem þeir velja sér sjálfir. Þetta fannst mér vera meginkjarninn í kenningum Reiss og Vermeers, þýðingarverkið kallar á nákvæma skilgreiningu á tilgangi sínum og hlut- verki og aðeins þá er hægt að vinna það svo vel sé. Margir bókstafstrúar- menn í þýðingum hafa túlkað kenningar þessar sem svo að „leyfi“ sé gefið til að vinna verkið að vild og grafi þannig undan traustum þýðingum og ekki síst góðum höfundum sem skilið eigi að fá góðar þýðingar og nákvæmar. Ég skal vel viðurkenna að mér fannst þetta sjálfum lengi vel og gat ekki losað mig úr þessum viðjum jafngildisins fyrr en ég fór að kafa ofan í þýðingakenningarnar af fullum krafti. En eins og Vermeer benti á í svari sínu, er ekkert verið að útiloka „tryggar“ og „nákvæmar“ þýðing- ar með skoposkenningunni, það má alveg eins skilgreina hlutverkið eða skoposinn nákvæmlega þannig. Aðalatriðið er að þýðandinn viti og kunni skil á að hægt er að fara fleiri leiðir að markinu og í mörgum tilfellum eru þær betri fyrir þá sem ætla að nota þýðinguna í það skiptið. 126 á Æayáiá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.