Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 101
Sendibréf um þýðingar (1530)
En hvað kæri ég mig um hvort þeir ærist og ólmist,xxxvl ekki vil ég
hindra þá í að þýða á þýsku að eigin geðþótta; en ég vil líka þýða á þýsku,
ekki eins og þeir vilja, heldur eins og ég vil.xxxv“ Sá sem ekki kærir sig um
það, hann láti mér það kyrrt liggja og haldi sinni snilld íyrir sig, því ég
kæri mig ekki um að sjá né heyra um hana og þeir þurfa hvorki að úttala
sig um mínar þýðingar né svara fyrir þær. Taktu nú vel eftir: Ég vil segja:
„du holdselige Maria, du liebe Maria“, [þú blessaða María, þú kæra María]
og leyfum þeim að segja: „du voll Gnaden Manct [þú full náðar María].
Sá sem kann þýsku, hann veit best hversu fagurt þetta orð er sem snertir
strengi hjartans:xxxvl" die liebe Maria, der liebe Gott, der liebe Kaiser, der
liebe Fiirst, der liebe Mann, das liebe Kind [kæra María, kæri Guð, kæri
keisari, kæri fursti, kæri maður, kæra barn]. Og ég veit ekki hvort hægt sé
að tjá orðið liebe eins hjartanlega og knappt á latínu eða öðrum tungum,
svo það knýi á og nái endurómi í hjartanu í gegnum öll skilningarvitin á
sama hátt og það gerir á vorri tungu.
Því ég álít að heilagur Lúkas, sem meistari í hebreskri og grískri
tungu, hafi viljað þýða hebreska orðið sem engillinn notaði sem nákvæm-
ast og skýrast með gríska orðinu „kecharitoméni“. Og geri mér í hugar-
lund að erkiengillinn Gabríel hafi talað til Maríu í sama anda og hann
ávarpaði Daníel og kallaði hann „hamudóth“ og „isch hamudóthV vir
desideriórum, það er, „du lieber Daniel“ [þú kæri Daníel]. Því þetta er
talsmáti Gabríels eins og við sjáum í Daníel. Ef ég fylgdi nú bókstafnum
við þýðingu á orðum engilsins með lcúnst asnanna þá yrði ég að segja
svo: Daniel, du Manti der Begierungen, [Daníel, þú maður frygðanna] eða
Daniel, du Mann der Lúste [Daníel, þú maður girndanna]. Ó, það væri nú
fögur þýska! Þjóðverji heyrir að vísu að „Mann“, „Lúste“ og „Begierungen“
eru þýsk orð, þó þau séu ekki í skýrri og hreinni þýskri mynd, heldur færi
betur á að hafa þau í eintölu „Lust“ og „Begier'. En þegar þau eru svona
samsett: Þú maður frygðanna, þá veit enginn Þjóðverji hvað er verið að
segja, hugsar með sér að Daníel sé jafnvel fullur syndsamlegra fýsna. Það
1 Þýð.: Daníel 9:23,10:11,19 — ÍB’07, GT bls. 1135-1136: (9:23) „Þegar þú byrjaðir bænir
þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að
orðinu og öðlastu skilning á sýninni.“; (10:11) „Og hann sagði við mig: „Daníel, þú sem
ert ástmögur, taktu eftir því sem ég segi þér og stattu á fætur því að til þín er ég sendur.“
Og er hann sagði þetta stóð ég upp og skalf á beinunum.“; (10:19) „Hann sagði: „Óttastu
hvergi, ástmögur, allt mun ganga þér í hag. Vertu hughraustur. Vertu hughraustur.“ Eg
styrktist við er hann talaði við mig og sagði: „Talaðu, herra, því að þú hefur veitt mér
styrk.““
Biblían notar hér orðið ástmögur sem annars er lítið notað í íslensku núorðið en er
gefið upp sem fast orðasamband „ástmögur þjóðarinnar“ í Stóru íslensku orðabókinni
um íslenska málnotkun í Snöru og þýðir þá, sá sem þjóðin hefur dálæti á, eða sá sem er
vinsæll. Einnig er gefið upp í Stafsetningarorðabókinni merkingin elskltugi.
á JdSayáiá— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
99