Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 13

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 13
Um hinar mismunandi þýðingaraðferSir ryðja með valdi einhverjum af erfiðleikunum úr vegi, og skynsamlega sniðganga aðra — en þær hverfa algjörlega frá hugmyndinni um þýðing eins og hún er skilgreind hér — ekki til að ná málsnilld eða listrænu eðli í verkum framandi tungu, heldur til að koma andlegu innihaldi þeirra annars vegar eða vitsmunalegri snilld þeirra hins vegar á framfæri. Þetta eru endursögnin og endursköpunin.1 Endursögnin vill sigrast á órökvísi málsins, en aðeins á vélrænan hátt. Ef eg finn ekkert orð í mínu máli, segir hún, sem samsvarar tilteknu orði í frummálinu, þá vil eg leitast við, eftir því sem unnt verður, að bæta það upp með víkkandi eður skerðandi skýrgreiningum. Þannig reikar hún áfram með erfiði milli truflandi ofgnóttar og kveljandi skorts í gegnum safn af ósamstæðum smáatriðum. Hún getur ef til vill á þennan hátt komið innihaldinu með takmarkaðri nákvæmni til skila, en áhrifin fara algjörlega forgörðum; því hinni lifandi orðræðu er óhjákvæmilega eytt, með því að hver finnur að hún hefði aldrei getað sprottið á þennan veg úr skaplyndi eins manns. Endursegjarinn meðhöndlar einingar málanna beggja eins og þær væri stærðfræðitákn sem mætti með samlagningu og frádrætti rekja til sama gildis; en þessi aðferð leyfir anda hvorugrar tungunnar að njóta sín. Ef endursögnin reynir þar að auki með innskotum (sem hrúgað er upp eins og vörðum í textanum) að tákna sálrænar leifar hugsanatengsla, þar sem þau eru óljós og hættir til að hverfa - og leitast þannig við að í torskiljanlegum textum koma í skýringar stað - þá á hún enn minna skylt við þýðing. Endursköpunin aftur á móti lýtur í lægra haldi fyrir órökvísi tungumála; hún viðurkennir að ókleift sé úr afreki orðsins lista að búa til eftirmynd á annarri tungu sent í öllum smæstu atriðum sínum samsvari frummyndinni; hún sér þess vegna þann kostinn vænstan, af því tungumál eru þetta frábrugðin hvert öðru (og tengist þessu margs konar mismunur annar), að búa til eins konar endurmynd,2 heild sem í smáatriðum væri augljóslega frábrugðin smáatriðum frummyndarinnar, en sem í áhrifum sínum kæmi eins nálægt áhrifum frumheildarinnar og mismunur efnisins leyfir. Slík endurmynd er ekki lengur verkið sjálft, né heldur er í henni á nokkurn hátt andi frummálsins endurgjörður eða virkur, miklu fremur er hinu framandi, sem frumritið bjó yfir, breytt á marga vegu; hún reynir því — með teknu tilliti til mismunar málanna, siðanna og menntunar - að vera 1 „Paraphrase“ og „Nachbildung"; íslensku hugtökin eins og hjá Ástráði Eysteinssyni (s. 76). 2 FS setur hér upp andstaeðurnar „Abbild" og „Naclibild"; í Þýzk-íslenzkri orðabók (Jón Ófeigsson) er gefið „eftirmynd“ bæði fyrir ,Abbild“ og „Nachbildung", en þetta síðara orð hefur hér verið þýtt með „endursköpun“. Hér er reynt að endurskapa venslin milli „Nachbildung" og „Nachbild“. á JOay/já— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.