Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 132
Höfnndar og þýðendur
Norðurlöndum). Hefur birt greinar á sænsku, ensku og þýsku um óbeinar þýðingar, þýð-
ingatengsl Islands og Finnlands, Norðurlönd sem þýðingakerfi o.fl.
Schleiermacher, Friedrich (1768-1834, Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir, bls. 5) var
einhver merkasti guðfræðingur þýskur á fýrri hluta nítjándu aldar og hann er oft talinn vera
faðir bæði túlkunarfræði og þýðingafræði.
Scpamla, Sipho (1932-2007, Átta Ijóð frá Suður-Afriku, bls. 115) fæddist í Krugersdorp
í Suður-Afríku og var forstjóri FUBA-akademíunnar (Federated Union of Black Artists)
í Jóhannesarborg. Hann var kennari, umboðsmaður listamanna og ritstjóri, bæði bók-
menntatímaritsins New Classic og leiklistartímaritsins Sketch. Hann birti sex ljóðasöfn, m.a.
From Gore to Soweto (1988) og fjórar skáldsögur, m.a. A Scattered Survival (1989). Sepamla
ferðaðist víða um Afríku og Evrópu og var sæmdur margskonar viðurkenningum, m.a.
frönsku orðunni fýrir listir og bókmenntir.
Sigurður A. Magnússon (f. 1928, Átta Ijóðfrá Suður-Afriku, bls. 115) rithöfúndur og þýð-
andi. Nýjustu bækur hans: íslensk þýðing á Zen og listin að viðhalda vélhjólum - rannsókn
á lífigildum eftir Robert M. Pirsig (2010), Undir kalstjörnu (2009, 1. útg. 1979), Fótatak i
jjarska (2008, bókmenntapistlar), Sigurbjörn biskup (2008, 1. útg. 1988) og Örlagavaldar
zostu aldar (2008).
Vinay, Jean-Paul (1910-1999, Ur Stylistique comparée du franfais et de l'anglais, bls. 59)
varð kunnur ásamt kollega sínum Darbelnet og er vitnað í verk þeirra í öllum lærðari
bókum um þýðingafræði. Hann lærði í Sorbonne og Lundúnaháskóla og kenndi síðar við
Montréalliáskóla.
130
á . ffaydjá. — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010