Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 57
William Blake ogþýðingin á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar
þarna bæði að gagnrýna iðnbyltinguna, sem hann var andsnúinn, og illa
meðferð á börnum sem hann hafði séð og vissi að viðgekkst í hans eigin
samtíma.
Þýðing Þórodds Guðmundssonar á þessu ljóði er afskaplega vel gerð,
og vafasamt hvort hægt sé að þýða ljóðið betur.
London
I wander through each chartered street,
Near where the chartered Thames does flow,
And mark in every face I meet
Marks of weakness, marks of woe.
Lundúnaborg
Ég einkaleyfisleiðir fer,
þar líður Temsá frjáls um borg,
og andlit hvert, sem mætir mér,
er markað brestum, kvöl og sorg.
In every cry of every man,
In every infant’s cry of fear,
In every voice, in every ban,
Tlie mind-forged manacles I hear.
Af sáru kveini sérhvers manns
og sérhvers barns, þess geig við tál,
í hverri rödd, í helsi banns
ég heyri þröngvað lífi og sál.
How the chimney-sweeper’s cry
Every blackening church appalls,
And the hapless soldier’s sigh
Runs in blood down palace walls.
Hve sótaranna sorgarljóð
þeim svörtu kirkjum valda beyg,
og raunadátans dreyraflóð
sem dögg á hallarmúra seig.
But most, through midnight streets I hear
How the youthful harlot’s curse
Blasts the new-born infant’s tear
And blights with plagues the marriage hearse.
Þó glymur meir en grátur sár
það gleðikvenna blót og ragn,
er svívirt hefur saklaus tár
og sent í dauðann brúðarvagn.
Hér heldur Þóroddur sig einnig nokkuð við upprunalegt form ljóðsins og
tekst ágætlega upp. Orðið einkaleyfisleiðir orkar þó tvímælis, enda ekki fal-
legt orð á íslensku. Þóroddur segir reyndar í skýringum sínum við ljóðið:
Einkaleyfisleiðir: Óljóst hefur verið, hvort um hefur verið að ræða frjálsar
leiðir eða vegi, þar sem menn nutu sérréttinda samkvæmt konungsbréfi.1
Hér er líklegt að þýðandinn misskilji Blake. Líklegast er að William Blake
hafi átt við að öll húsin við stræti borgarinnar hafi verið leigð út eða keypt
af íjárfestum. Meira að segja áin Thames hefur verið leigð út (chartered) og
i Blake, Söngvar sakleysisins ogLjóð lífireynslunnar, bls. 112.
á . jOr/ySjá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
55