Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 66
Jean-Paul Vinay drjean Darbelnet — Áslaug Anna Þorvaldsdóttir
þó verið gort að bæta því inn1 þegar farið er úr frönsku yfir í ensku þar sem
enska setningin verður eðlilegri fyrir vikið. Down uppfyllir þörfina fyrir
kraftinn2 sem er eitt af því sem einkennir enskuna.
Dæmi 2: Ef setningunni hér að ofan er breytt með því að taka burt vísbend-
inguna um brottfararstaðinn, on the way down to Brighton, sést að down hefúr
núna mikilvægara hlutverki að gegna og er í raun það eina sem gefur í skyn
að ferðamaðurinn hljóti að hafa farið frá London eða annarri borg staðsettri á
norðanverðu Englandi en ekki frá Portsmouth eða Dieppe því þá yrði sagt á
ensku: on the way over to Brighton-, on the way across to Brighton.vi Frönsk þýð-
ing yrði einfaldlega: En allant a Brighton [A leið til Brighton], sem ber vott
um tap samanborið við markmálið þar sem hvergi kemur fram hver brottfarar-
staðurinn er. Hér má sjá að stundum eru smáorðin ekki aðeins hreyfingarlegs
eðlis heldur hafa þau einnig merkingarlegt gildi.
Dæmi 3: ... he gave the two ofthem handsome tips, said good-by, and drove
to the Warsaw station. (James Hilton) Hér er nauðsynlegt að þekkja aðstæð-
urnar til þess að vita að umræddur herramaður fór ekki á járnbrautarstöð-
ina í sínum eigin vagni heldur leiguhestvagni. Við myndum því segja: et se
fit condnire a la gare de Varsovie [og lét aka sér á Varsjárjárnbrautarstöðina]
og er hér því verulegur ávinningur í frönsku.
Dæmi 4: Wepassedfew cars on the road. Merkingaraukning á sögninni pass í
ensku gerir ekki greinarmun á því hvort sá sem talar á við croiser [mæta] eða
dépasser [fara fram úr] eða í senn mæta einhverjum og fara fram úr honum.
Þar sem ekki fyrirfinnst í frönsku svo almennt orð gerir hún óhjákvæmilega
skýrari greinarmun þar á. Hér er það enn á ný ónóg merking sem leiðir til
ávinnings. Á sama hátt hefur það í för með sér nánari útskýringu þegar þýtt
er coat (frakki eða jakki), chair (stóll eða hægindastóll), notebook*" (U.S.)
(minnisbók eða stílabók).
Dæmi 5: Montez les bagages [Upp með farangurinn).3 Hér er það samhengið
en ekki tungumálið sem gefur til kynna hvort sá sem talar er niðri eða uppi.
I enskunni kemur þessi vísbending fram áreynslulaust. Take up eða Bring
up the bags.
Á sama hátt segir Sortez! [Farið] ekki til um hvort sá sem mælir er inni
eða úti, samanborið við Go (eða get) out\ og Come out!
1 Hér er neikvæðu breytt í jákvætt í þýðingunni, sbr. brigði (modulation).
2 Þýðing á dynamisme.
3 Orðrétt þýðing er „Farið upp með farangurinn".
64
á fSœard)á — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010