Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 104
Marteinn Lúther —Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir
ekki eingöngu að fylgja og treysta á eðli tungumálanna þegar ég bætti
„solum“ (einni saman) inn í Rómverjabréfið 3:28, heldur heimti ég og
knúði þar með af alefli fram meiningu heilags Páls í textanum; því hann
er þarna að fjalla um sjálfan kjarna kristinnar kenningar, nefnilega að við
öðlumst réttlætingu í gegnum trúna á Krist óháð öllum lögmálsverkum;
og hann sker öll verk svo hreinlega í brott að hann segir líka: lögmálsins
(sem er auðvitað lögmál og orð Guðs) verk hjálpa okkur ekki til réttlæt-
ingar; og nefnir sem dæmi Abraham, að hann hafi verið réttlættur svo al-
gjörlega án verka, að ekki einu sinni hið æðsta verk sem nýlega hafði verið
boðað af Guði að væri framar og ofar öllum öðrum lögmálum og verkum,
nefnilega umskurðurinn, hafi hjálpað honum til réttlætingar, heldur væri
hann án umskurðar og án allra verka réttlættur orðinn vegna trúarinnar,
eins og hann segir í fjórða kafla:1 „Væri Abraham réttlættur vegna verka
sinna gæti hann hrósað sér, en ekki fyrir Guði.“ Þegar maður sker öll verk
svona algjörlega í brott — þá hlýtur tilgangurinn með því að vera að sýna
fram á að trúin ein saman veiti réttlætingu, og sá sem vill ræða skýrt og
beinskeytt um slíkan afskurð verkanna, hann verður að komast svo að
orði: Trúin ein saman og ekki verkin réttlæta okkur. Innihaldið sjálft, auk
eðlis tungumálsins, heimtar það.
Já, ég veit þú segir: Þetta er gremjulegtxl' og fólk mun leggja þann
skilning í þetta að því sé engin nauðsyn að framkvæma góð verk. Minn
kæri, hvað skal segja? Er ekki miklu gremjulegra að heilagur Páll skuli
ekki orða þetta svo: „af trúnni einni saman“, heldur úthella þessu mun
ruddalegar, slá botninn úr tunnunni og segja: „án lögmálsverka”, og í öðr-
um kafla Galatabréfsins:2 „ekki af lögmálsverkum“ og fleira í þessa veru
annars staðar; því orðin „af trúnni einni saman' væri hægt að skýra, en
orðin „án lögmálsverka“ eru svo ruddaleg, gremjuleg, hneykslanleg að
engar skýringar koma þar til hjálpar. Hversu frekar gæti fólk lært af því
að gera engin góð verk þá það heyrði predikað um verkin sjálf með svo
einföldum, sterkum orðum: „ekkert verk, án verka, ekki vegna verkanna."
Teljist það ekki gremjulegt að maður prediki „án verka, ekkert verk, ekki
vegna verkanna", því ætti það þá vera gremjulegt að maður prediki „af
trúnni einni saman“?
Og það sem er ennþá gremjulegra: heilagur Páll útrýmir ekki einföldum,
venjulegum verkum, heldur verkum lögmálsins sjálfs. Það gæti líklega einhver
1 Þýð.: Rómverjabréfið 4:2 — ÍB’07, NT bls. 191. „Ef hann varð réttlættur vegna verka
sinna nrætti hann hrósa sér. Þó ekki fyrir Guði.“
2 Þýð.: Bréf Páls til Galatamanna 2:16 — ÍB’o7, NT bls. 236: „En við vitum að maðurinn
réttlætist ekki af lögmálsverkum heldur fyrir trú á Jesú Krist. Og við tókum trú á Krist
Jesú til þess að við réttlættumst af trú á Krist en ekki af Iögmálsverkum. Enda réttlætist
enginn lifandi maður af lögmálsverkum."
102
á Jföeecttóá' - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010