Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 24
Friedrich Schleiermacher — Martin Ringmar
sem öruggustum mælikvarða, yfirfæra þenna hæfileika á hvern þann höf-
und sem maður vill þýða? Vegna þess að þessi hæfileiki kemur aðeins við
sögu í tilfellum þar sem höfundur gæti ekki tjáð hið sama (og það gæti
jafnvel enginn) á móðurmáli sínu. Ef vér færum oss aftur í þann tíma þeg-
ar rómönsku málin urðu til, hver getur skorið úr um hvaða mál hafi verið
móðurmál þessarar aldar manna? Og hver getur neitað að latínan hefir þá
verið þeim sem vísindi stunduðu, meira móðurmál en alþýðumálið? En
þetta er enn víðtækara hvað varðar einstakar þarfir eður starfsemi andans.
A meðan móðurmálið getur enn ekki sinnt þessum þörfum, mun það mál
sem hefir innleitt andlega iðkun meðal þjóðarinnar, þjóna að hluta til sem
móðurmál. Grotius og Leibnitz gátu eigi skrifað heimspeki á þýzku eða
hollenzku, alltént ekki nema að þeir hefði orðið að allt öðrum mönnum.
Því þó að rótin hafi alveg þornað og græðlingurinn sé alveg laus rifinn frá
gamla stofninum, þá verður sérhver sá, sem er ekki að sama skapi málskap-
andi og umbyltandi, að fylgja náið framandi tungumáli á margvíslegan
hátt, af ásettu ráði eða fyrir tilviljun. Hinn mikli konungur1 vor fékk allar
göfugar og háleitar hugsanir í gegnum framandi tungumál, sem hann og
gjörði að innra máli sínu fyrir þetta svið. Það sem hann skrifaði í heim-
speki eða ljóðum á frönsku var honum ómögulegt að orða á þýzku. Það
er miður að ást sú á enskri menningu er gagntók hluta hirðarinnar hafi
eigi orðið til þess að enskan (sem þá lifði seinustu gullöld sína) hafi verið
honum frá bernsku töm, en hún stendur þýzkunni mun nær. Vér megum
þó vona að, hefði hann orðið strangrar sígildrar menntunar aðnjótandi, þá
hefði hann frekar samið heimspeki sína og ljóð sín á latínu en á frönsku.2
Það liggja þannig sérstök skilyrði að baki þegar menn skrifa á tilteknu öðru
máli (en ekki á fjöldanum öllum af málum), en það sem þeir tjá þannig
gæti þeir ekki látið frá sér fara á móðurmálinu; því sannar þetta ekkert
fyrir þýðingaraðferð sem vill sýna fram á hvernig tiltekinn maður hefði
skrifað á öðru máli það sem hann hefir í raun skrifað á móðurmáli sínu.
Annað tilfelli, þegar menn frumsemja á erlendum málum, virðist vera
þessari aðferð hliðhollara. Því hver mundi bera þá ásökun upp á hirð- og
heimsmenn vora að þeir semji eigi allt það sérlega elskulega sem yfir varir
þeirra fer á erlendum málum beint á frummálinu, heldur þýði það fyrst
fyrir sjálfa sig úr armri þýzkunni? Og af því þeir eru frægir fyrir að geta
komið öllu þessu fíniríi og sætindum frá sér jafnvel á mörgum málum, þá
hugsa þeir þetta væntalega jafn fyrirferðarlítið, þannig að einn geti um
1 Friðrik hinn mikli.
2 Friðrik fékk að frumkvæði föður síns mjög strangt uppeldi í spartönskum anda með mik-
illi áherslu á hernað og kristindóm, en lítilli eða engri á latínu, Ijóðagerð, heimspeki eða
tónlist(l).
22
á .93cry/há - Tímarit um i>ýðingar nr. 14 / 2010