Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 24

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 24
Friedrich Schleiermacher — Martin Ringmar sem öruggustum mælikvarða, yfirfæra þenna hæfileika á hvern þann höf- und sem maður vill þýða? Vegna þess að þessi hæfileiki kemur aðeins við sögu í tilfellum þar sem höfundur gæti ekki tjáð hið sama (og það gæti jafnvel enginn) á móðurmáli sínu. Ef vér færum oss aftur í þann tíma þeg- ar rómönsku málin urðu til, hver getur skorið úr um hvaða mál hafi verið móðurmál þessarar aldar manna? Og hver getur neitað að latínan hefir þá verið þeim sem vísindi stunduðu, meira móðurmál en alþýðumálið? En þetta er enn víðtækara hvað varðar einstakar þarfir eður starfsemi andans. A meðan móðurmálið getur enn ekki sinnt þessum þörfum, mun það mál sem hefir innleitt andlega iðkun meðal þjóðarinnar, þjóna að hluta til sem móðurmál. Grotius og Leibnitz gátu eigi skrifað heimspeki á þýzku eða hollenzku, alltént ekki nema að þeir hefði orðið að allt öðrum mönnum. Því þó að rótin hafi alveg þornað og græðlingurinn sé alveg laus rifinn frá gamla stofninum, þá verður sérhver sá, sem er ekki að sama skapi málskap- andi og umbyltandi, að fylgja náið framandi tungumáli á margvíslegan hátt, af ásettu ráði eða fyrir tilviljun. Hinn mikli konungur1 vor fékk allar göfugar og háleitar hugsanir í gegnum framandi tungumál, sem hann og gjörði að innra máli sínu fyrir þetta svið. Það sem hann skrifaði í heim- speki eða ljóðum á frönsku var honum ómögulegt að orða á þýzku. Það er miður að ást sú á enskri menningu er gagntók hluta hirðarinnar hafi eigi orðið til þess að enskan (sem þá lifði seinustu gullöld sína) hafi verið honum frá bernsku töm, en hún stendur þýzkunni mun nær. Vér megum þó vona að, hefði hann orðið strangrar sígildrar menntunar aðnjótandi, þá hefði hann frekar samið heimspeki sína og ljóð sín á latínu en á frönsku.2 Það liggja þannig sérstök skilyrði að baki þegar menn skrifa á tilteknu öðru máli (en ekki á fjöldanum öllum af málum), en það sem þeir tjá þannig gæti þeir ekki látið frá sér fara á móðurmálinu; því sannar þetta ekkert fyrir þýðingaraðferð sem vill sýna fram á hvernig tiltekinn maður hefði skrifað á öðru máli það sem hann hefir í raun skrifað á móðurmáli sínu. Annað tilfelli, þegar menn frumsemja á erlendum málum, virðist vera þessari aðferð hliðhollara. Því hver mundi bera þá ásökun upp á hirð- og heimsmenn vora að þeir semji eigi allt það sérlega elskulega sem yfir varir þeirra fer á erlendum málum beint á frummálinu, heldur þýði það fyrst fyrir sjálfa sig úr armri þýzkunni? Og af því þeir eru frægir fyrir að geta komið öllu þessu fíniríi og sætindum frá sér jafnvel á mörgum málum, þá hugsa þeir þetta væntalega jafn fyrirferðarlítið, þannig að einn geti um 1 Friðrik hinn mikli. 2 Friðrik fékk að frumkvæði föður síns mjög strangt uppeldi í spartönskum anda með mik- illi áherslu á hernað og kristindóm, en lítilli eða engri á latínu, Ijóðagerð, heimspeki eða tónlist(l). 22 á .93cry/há - Tímarit um i>ýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.