Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 93
Sendibréf um þýðingar (1530)
að margir einfaldir kristnir menn, en líka vel menntaðir kristsmenn sem
ekki kunna hebreska eða gríska tungu, fyllast skelfingu og óhug, þá má í
það minnsta vonast til að með þessu bréfi verði hinir guðlausu að einhverju
marki hindraðir í rógi sínum og hinir frómu verði losaðir undan áhyggjum
sínum. Kannski hvetur það einnig til aukinna skrifa um þessi spursmál eða
þetta efni. Ég bið því hvern sannleikselskandi mann að taka þessu verki
með mínum bestu meðmælum og að hann biðji Guð einlæglega um réttan
skilning á hinu Heilaga Orði svo verða megi kristninni til heilla og út-
breiðslu.
Núrnberg, 15. september, Anno 1530
Náð og friður Krists til handa hinum heiðvirða og hyggna N.,1
hliðhollum höfðingja og velunnara11
Virðulegi, valinkunni, elskulegi höfðingi og vinur!111 Ég hef meðtekið bréf
þitt með hinum tveimur questenlv eða spursmálum sem þú æskir álits míns
á. I fyrsta lagi: Af hverju ég þýði orð heilags Páls:v „Arbitramur hominem
justificari ex fide absque operibus" í þriðja kafla Rómverjabréfsins2 á eftir-
farandi máta: Við teljum að maðurinn réttlætist án lögmálsverka af trúnni
einni samanvl og nefnir að pápistarnir hafi æst sig upp úr öllu valdi yfir
því að orðið „sola“ (einn saman/aðeins/eingöngu)v“ sé hvergi að finna í
texta Páls og að ekki megi þola mér slíkan viðauka við Orð Guðs o.s.frv.;
í öðru lagi: Hvort hinir sálugu dýrlingar biðji einnig fyrir okkur, þar sem
lesa megi að meira að segja englarnir biðji fyrir okkur o.s.frv. Hvað fyrstu
spurninguna varðar þá máttu, ef þig fysir, svara pápistunum þínum þannig
frá mér: í fyrsta lagi. Ef ég, dr. Lúther, hefði látið mér detta í hug að allir
pápistarnir til samans réðu yfir þeirri kunnáttu að geta þýtt einn kafla
úr ritningunni yfir á rétta og góða þýsku þá hefði ég sannlega sýnt þá
auðmýkt að biðja þá um hjálp og stuðning við að færa Nýja Testamentið
yfir á þýsku. En þar sem ég vissi fyrir og hef nú fyrir augum að enginn
þeirra hefur hugmynd um hvernig á að þýða eða tala þýsku sparaði ég mér
1 Þýð.: Sumir telja að Lúther hafi sent þetta bréf til vinar síns sem var prestur í Núrnberg.
2 Þýð.: Rómverjabréfið 3:28 — IB’07, NT bls. 191: „Eg álít að maðurinn réttlætist af trú án
lögmálsverka." Þarna er greinilega munur á því hvernig þetta er þýtt í íslensku Biblíunni
og því hvernig Lúther þýddi þetta.
á .jQrty/ói'j' — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
9i