Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 102

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 102
Marteinn Lúther -Anna SigurhjörgSigurðardóttir mætti nú kalla fína þýðingarvinnu. Því verð ég að láta bókstafina lönd og leið og rannsaka hvernig þýskur maður mundi orða það sem sá hebreski tjáir með „Isch hamudóth“: þannig kemst ég að þeirri niðurstöðu að þýski maðurinn mundi mæla svo: Du lieber Daniel, du liebe Maria eða du holdse- lige Maid, du niedliche Jungfrau, du zartes Weib [þú blessaða mær, þú ljúfa jómfrú, þú milda man] og því um líkt. Því sá sem ætlar að fást við þýðingar verður að hafa mikinn forða af orðum sem hann getur gripið til þegar eitt þeirra vill engan veginn hljóma rétt. Og hvað hefur það upp á sig að ræða svona mikið og lengi um þýð- ingar? Ef ég ætti að upplýsa um rökin og hugsanirnar að baki öllum orð- um mínum, þá mundi ég líklega eyða heilu ári í þau skrif. Hvers konar list og hvílík vinna þýðingar eru hef ég sannreynt, því þoli ég engum páfaasna né múlasna, sem sjálfir eru alls óreyndir, að gerast dómarar eða lastarar þarum. Sá sem ekkert vill með þýðingar mínar hafa, hann láti þær vera. Djöfullinn þakki þeim sem líkar þær ekki eða breytir þeim án minnar vitundar og vilja. Ef það á að breyta þeim þá mun ég sjá um það sjálfur. Breyti ég þeim ekki sjálfur, þá láti menn mig hafa mínar eigin þýðingar í friði og sýsli svo hver það sem honum sjálfum sýnist og megi vel lifa! Eg get vitnað um það með góðri samvisku að ég hef sýnt mikla trú- festu og vinnusemi við þetta og aldrei gert neitt af röngum hug - því ég hef ekki tekið einn einasta eyrixxxix fyrir, né sóst eftir því eða verið veitt þarfyrir. Eg hef heldur ekki sóst eftir upphefð sjálfum mér til handa með því, það veit Guð, Drottinn minn, heldur hef ég gert þetta í þágu hinna kæru kristsmanna og til dýrðar þeim sem í upphæðum er, sem mér ávallt svo mikið gott gerir að þó ég þýddi þúsund sinnum meira eða lengur, þá hefði ég ekki áunnið mér einnar stundar líf eða eitt heilbrigt auga: Það sem ég er og á er allt fyrir hans náð og miskunn, fyrir hans dýra blóð og súra sveita og því skal það, ef Guð lofar, allt vera honum til dýrðar með gleði og af einlægu hjarta. Ef blekbullurnar og páfaasnarnir halda áfram að rægja mig, látum svo vera, á móti lofa mig hinir frómu kristnu menn sem og sinn Drottin Krist og mér er um of ríkulega launað ef einn einasti kristinn maður telur mig trúan verkamann. Ég læt mig páfaasnana engu varða, þeir eru ekki þess virði að yfirfara verk mín og það mundi rífa mig í hjartað ef þeir mundu biðja mér endurlausnar. Níð þeirra syngur mér hið æðsta lof og dýrð. Ég vil þó áfram vera doktor, já meira að segja einstakur doktor, og fram á æðsta dag munu þeir ekki hafa af mér þá nafnbót, það veit ég fyrir víst. Ég hef hins vegar alls ekki sleppt tökum á bókstafnum, heldur hafa ég og aðstoðarmenn mínir haft mikla aðgát þar sem það skipti máli og haldið okkur við bókstaflega merkingu orðanna og ekki farið frjálslega ioo á- .JSay/oá- — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.