Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 62
Jean-Paul Vinay &Jean Darbelnet - ÁslaugAnna Þorvaldsdóttir
minnsta kosti eins og þau eru sett fram hér, utan við samhengið og við
kringumstæður sem enn eru óljósar í huga lesandans, neina stílræna eða
merkingarlega' þætti sem bætast við orðin sem skilaboðin1 samanstanda
af. Þessi hliðstæða skyldra tungumála er óyggjandi vísbending um sam-
eiginlega sögu hugsunar og menningar2 og leggur fyrir þýðandann einföld
dæmi sem eru til þess fallin að hægt sé að ná fram fullkominni lausn í
markmálinu.3
I öðru lagi4 er heildarmerking eða sú merking sem lesa má út frá
samhenginu. I sumum tilfellum nægir formgerðin sjálf ekki til að koma
skilaboðunum til skila í heild sinni og auk þess þarf að hafa í huga að
almennt séð finnast þau tæplega innan setningarinnar, en öllu fremur
innan efnisgreinarinnar. A sama hátt og reed er þýtt anche [reyrblað] eða
roseau [reyr], eftir því sem við á, birtist heil setning í nýju ljósi eftir því
samhengi sem hún er í.11 Því segja kennarar með réttu að aldrei skuli byrja
að þýða5 án þess að hafa lesið nokkrum sinnum yfir allan textann í heild
sinni.6 I samræmi við það grundvallaratriði verður einnig að reyna eins og
mögulegt er að setja texta, sem þýða á, í samhengi við bókina sem hann
kemur úr.
Athugasemd-. Oftar en ekki lenda þýðendur í því að vinna með vélrit-
aðan texta sem endurspeglar ekki raunverulegt umhverfi frumtextans þar
sem myndskreytingar vantar, staðsetning skýringartexta eða kaflaheita er
óskiljanleg, töflur eða gröf eru afhent til þýðingar aðskilin frá frumtext-
anum, o.s.frv. Slíkt veldur7 bæði vandræðum hjá þýðandanum og skekkj-
um í þýðingum.8 Þýðingar eru unnar9 * í heild sinni á sama hátt og skilning-
ur texta fæst með heildarsamhengi, jafnvel þótt, til hagræðis við yfirferð og
athugun á textanum, sé mælt með greiningu á textum í áföngum og innan
ákveðinna marka.
1 Hér er nafnorðið endurtekið, þ.e. „skilaboðin", í stað þess að nota persónufornafn svo
ekki fari á niilli mála til hvers verið er að vísa.
2 Sbr. söguleg tengsl Frakklands og Bretlands.
3 Markmál er tökuþýðing á hugtakinu target language á ensku, langue d'arrivée á frönsku,
skammtafað LA.
4 „I öðru lagi“ er bætt framan við til frekari skýringar.
5 I frönsku er gerður greinarmunur á version og théme með tilliti til þýðingar. Version er
þýðing úr erlendu tungumáli yfir á frönsku og théme er þýðing yfir á erlent tungumál.
6 Orðrétt þýðing á relu er „endurlesið" eða „lesið aftur“.
7 Hér er sleppt að þýða sources beint, þ.e. „upptök“ eða „uppspretta".
8 Hér er bætt við „þýðandanum" og „þýðingum" til frekari útskýringar.
9 Vinay og Darbelnet nota töluvert i. persónufornöfn í textanum, ýmist nous (við) eða on
(við, maður). í þýðingunni er farin sú leið að gera textann formlegri með því að segja t.d.
„þýðingar eru unnar í heild sinni“ í stað on traduit globalement og reynt að láta þennan
stíl halda sér í textanum.
6o
á. .33a’y/.já - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010