Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 82
Magnús Fjalldal
Gray orti mjög lítið — samanlagður skáldskapur hans er innan við þús-
und ljóðlínur — en þar hefur eflaust ráðið miklu um að hann var ákaf-
lega vandvirkur og einstaklega seinvirkur. „Elegy Written in a Country
Churchyard" var þannig um átta til níu ár í smíðum.1 Þegar kvæðið birt-
ist svo loks á prenti árið 1751 í hálfgerðri óþökk Grays fékk það frábær-
ar móttökur, og Gray varð á svipstundu frægur maður, honum til lítillar
ánægju.2
Þetta kvæði Grays er að því leyti merkilegt að hér mun í fyrsta skipti
í enskum bókmenntum fjallað um venjulegt almúgafólk, örlög þess og
kjör af samúð og skilningi. Kvæðið stendur á mörkum nýklassísku stefn-
unnar og hinnar rómantísku; tónn Grays er í nýklassískum anda: stóískur
og laus við alla tilfinningasemi, en yrkisefnið er nýstárlegt: hugleiðingar
sem kirkjugarður í fátæku sveitaþorpi vekur með höfundinum. En þótt
sjónarhornið sé nýtt, á grunntónn kvæðisins sér rætur í miðaldakveðskap.
Memento mori — minnstu dauðans — er jafnt boðskapur sem á við um ríka
og fátæka, og í þessum anda yrkir skáldið sjálfum sér grafskrift í kvæðis-
lok.
En víkjum þá að kvæðinu sjálfu. I upphafserindum þess skapar Gray
stemningu eins og hún gerist á heldur drungalegu kvöldi í þorpskirkjugarði
í enskri sveit. Því næst tekur hann að hugleiða þá sem þar liggja grafnir, og
þá fyrst það sem þeir fara nú á mis við: töfra náttúrunnar, friðsælt heim-
ilislíf og gleði yfir velunnum störfum. Enginn skyldi gera lítið úr framlagi
þeirra sem nú liggja gleymdir í garðinum, þótt það sé smærra í sniðum
en hinna sem betur voru staddir efnalega. Dauðinn gerir á endanum alla
menn jafna. Því næst veltir Gray því fyrir sér hvað hefði getað orðið úr
þessu fólki, ef fátæktin hefði ekki bælt alla menntun og sókn til metorða.
Ef til vill liggja þarna í garðinum þeir sem hefðu getað orðið afburðamenn
á ýmsum sviðum. En sú varð ekki raunin, og fyrir vikið verðum við að
meta þetta fólk að verðleikum — ekki út frá mælikvarða heimsins, heldur
út frá þeim forsendum sem þessir fátæku þorpsbúar máttu una. I síðustu
erindum kvæðisins lítur skáldið svo í eigin barm. Einn daginn er hann sem
sagði sögu þessa fólks einnig horfinn af vettvangi lífsins, og grafskrift hans
er ekkert ósvipuð grafskriftum þorpsbúanna: hann kom raunamæddur í
þennan heim og skildi við hann án frægðar eða auðs.
Ekki er vitað hvað varð til þess að Einar Benediktsson (1864-1940)
ákvað að þýða þetta kvæði Grays sem birtist í ljóðabókinni Hrönnum árið
1913. Ef trúa má ævisögu Guðjóns Friðrikssonar virðist heldur ótrúlegt að
Einar hafi lesið mikla þjóðfélagsgagnrýni út úr kvæðinu; hann hafði að
1 Sjá Ketton-Cremer, Thomas Gray — A Biography, bls. 59, 64 og 77.
2 Sjá sama rit, bls. 116 og 152.
80
á .ýBaydjá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010