Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 7
Friedrich Schleiermached
Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir2
Sú staðreynd að orðræða3 er færð af einu tungumáli yfir á annað kemur oss
í margvíslegum myndum hvarvetna fyrir sjónir.4 Þótt þetta gjöri mönnum,
sem e.t.v. upphaflega voru aðskildir af þvermáli jarðar, kleift að eiga sam-
skipti hvorum við annan; og afurðum löngu dauðrar tungu kleift að lifa
þannig áfram á annarri, þá þurfum vér á hinn bóginn ekki að fara út fyrir
eina tungu til að verða þessa fyrirbrigðis varir. Því mállýzkur mismunandi
ættbálka eður mismunandi afbrigði sömu tungu eða mállýzku í tíma og
1 Þýskur heimspekingur og guðfræðingur (1768-1834), einn af fremstu áhrifavöldum róm-
antísku stefnunnar. (Sbr. t.d. lýsingu Tómasar Sæmundssonar á fyrirlestrum Fr. Schleier-
machers í Berlín, 1947:142-45 o.v.)
2 Ástráður Eysteinsson gerir í bók sinni Tvímœli grein Schleiermachers nokkur skil; heiti
greinarinnar er tekið að láni þaðan (1996:75-80).
3 Hér er „Rede“ hjá FS þýrt „orðræða" en svo er ekki alltaf í þessari þýðingu, sbr. „mál“
seinna.
4 Grein þessi var flutt sem fyrirlestur af FS í konunglegu vísindaakademíunni í Berlín árið
1813, en hún birtist á prenti í fyrsta skipti 1816. Ætlast er til að aldurs frumtextans verði
að einhverju leyti vart í þýðingunni, að lesandinn í anda Schleiermachers verði færður
til móts við höfundinn. Svo er t.d. persónufornafnið „vér“ notað sem pluralis auctores,
en það mun hafa þótt eðlilegt í íslensku fram undir miðju 20. aldar. Þá er skrifúð zeta
samkvæmt eldri reglum í megintextanum (en ekki neðanmáls), kvenkynsorð sem enda á
-ing höfð endingarlaus í þolfalli og sagnir taka i-endingu í viðtengingarhætti 3. persónu
þátíðar í fleirtölu (nema sagnir eins og kalla), svo nokkuð sé nefnt.
Málsgreinar geta í frumtextanum verið mjög langar, enda hafa þýskir höfundar
verið manna frægastir fyrir að rækta flókin setningatengsl að latneskri fyrirmynd. Þetta
stílbragð hefur lengi þótt óhæft í íslensku (en tíðkaðist töluvert t.d. á 17. öld) og í enskri
þýðingu á grein Schleiermachers (í Western Translation Theory, s. 225-238) er farið nokkuð
frjálslega með setningaskipan frumtextans. Hér er ætlunin að fylgja henni, effir því sem
unnt er án þess þó að misbjóða málkennd nútíma Islendinga. Þá set ég líka á stöku
stað innskotssetningu innan sviga (eða strika), þar sem frumtextinn hefur kommur, til
að auðvelda lesendum að átta sig á stigvenslum málsgreinarinnar. Til að enn auðvelda
lesturinn er kaflaskipting tíðari en í frumtextanum.
Auk ensku þýðingarinnar hef ég haft einhverja hliðsjón af sænskri þýðingu (í Kleberg
1998:115-130), en þar hefur frumtextinn verið talsvert styttur.
á Jffiayriá— Ég kann að i>ýða; það kunnið þið ekki.
5