Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 98
Marteinn Lútber - Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir
afstöðu gegn mér í þessu máli sem snýst ekki bara um sófískar málaflækj-
urxxvm heldur eins og heilagur Páll segir1 er allri visku og speki heimsins ofar.
Sannlega: asni þarf ekki að kyrja hátt: hann er auðþekktur á eyrunum.
Fyrir þér og okkar mönnum vil ég aftur á móti útskýra af hverju ég
vildi nota orðið „sola“ þó ég hafi í raun ekki notað „sola“ heldur „solum“
eða „tantum“ í þriðja kafla Rómverjabréfsins. Svona nákvæmlega hafa nú
asnarnir skoðað textann minn! Ég notaði þó einnig „sola fide“2 annars
staðar og vil hafa bæði „solum“ og „sola“. Ég hef sinnt þýðingunum af
mikilli kostgæfni svo þýskan sem ég frambjóði sé hrein og skýr. Og oft
máttum við í fjórtán daga, þrjár, fjórar vikur leita að einu einasta orði eða
velkjast í vafa og fundum það þó ekki á stundum. Þannig unnum við sam-
an að Jobsbók, magister Philips,3 Aurogallus4 og ég, að stundum náðum
við varla að klára þrjár setningar á fjórum dögum. Kæri vinur - nú þegar
þýðingin er tilbúin og klár þá er auðvelt fyrir hvern sem er að lesa hana og
skilja.xxlx Nú renna menn augum yfir þrjár, fjórar blaðsíður án þess að reka
einu sinni í vörðurnar og verða þess ekki varir hvílíkt stórgrýti og drumbar
voru í veginum sem nú er eins og heflað borð yfirferðar, en við sveittumst
og þjáðumst við að rýma stórgrýtinu og drumbunum úr vegi svo leiðin
yrði svona greið. Það er auðvelt að plægja akurinn þegar búið er að hreinsa
hann. En að uppræta skóginn og trjástubbana og gera akurinn tilbúinn
til ræktunar er vinna sem enginn býður sig fram til. Laun heimsins eru
vanþakklæti.xxx Drottinn sjálfur fær ekki einu sinni þakkir fyrir sólina, né
himininn eða jörðina, ekki einu sinni fyrir dauða síns einkasonar. Veröld-
;nxxxi er Qg verður sjálfri sér lík — í djöfulsins nafni, því hún vill ekki hafa
það öðruvísi.
Jafnframt vissi ég fullvel að orðið „soIum“ stendur ekki í þriðja kafla
Rómarbréfsins hvorki í latneska né gríska textanum og þurfti ég ekki um
það tilsögn pápistanna. Það er satt: Þessir fjórir bókstafir s-o-l-a standa
ekki þarna, bókstafirnir sem asnahausarnir horfa á eins og naut á nývirki.
inenn oft latnesk eða grísk viðurnefni og í þessu tilfelli er það dregið af heimabæ Dob-
necks, Wendelstein (hringsteinn) = (lat.) cochlea = kuðungur og þ.a.l. Cochláus.
1 Þýð.: Fyrra bréf Páls til Korintumanna 1:20 — ÍB’07, NT bls. 206: „Hvar er vitringur?
Hvar fræðimaður, orðkappi þessa heims? Er ekki það sem heimurinn telur speki heimska
í augum Guðs?“
2 Þýð.: Þetta er orðið fast orðatiltæki í guðfræði og þýðir „trúin ein“ og táknar trúarkenn-
ingu Lúthers.
3 Þýð.: Philip Melanchthon (1497-1560), fæddur Schwartzerd. Textafræðingur, heimspek-
ingur, húrnanisti, guðfræðingur, lærdómsritaltöfundur og mikill siðbótarmaður. Hann
fékk viðurnefnið „Praeceptor Germaniae" eða „Kcnnari Germaníu”. Hann kenndi m.a.
grísku við háskólann í Wittenberg.
4 Þýð.: Mattháus Aurogallus (Goldhalin) 1490-1543. Sagnfræðingur, málvísindamaður og
kennari í hebresku við háskólann í Wittenberg.
96
Jfa* á JSeeyebá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010