Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 32

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 32
Antonio de Nebrija1 Inngangur að málfræði kastilískrar tungu PROLOGO A LA GRAMATICA DE LA LENGUA CASTELLANA Til mjög virðulegrar og háborinnar prinsessu donu2 Isabellu, þeirrar þriðju með þessu nafni, drottningar er borin er á spænskri grundu og til þess að verða drottning Spánar og eyjanna í hafi okkar. Hefst hér málfræðin sem samdi nýlega meistarinn Antonio de Lebrixa um kastilíska tungu. Og hefst fyrst formálinn. Lesið hann í góðu tómi. Þegar ég hugsa með sjálfum mér, hávelborna drottning, og virði fyrir mér fornleika alls þess er um hefur verið ritað fyrir huga okkar og minni, þá verður mér eitt ljóst og ég kemst að mjög ákveðinni niðurstöðu; tungumálið var ávallt samferðamaður heimsveldisins og sem slíkur fylgdi hann því, samtímis urðu þau til, uxu og blómstruðu og sameinuð féllu þau. Segjum nú skilið við skugga sannleikans og hið forna sem við fáum eigi séð, það er tilheyrir Assýríumönnum, Indverjum, Síþíóníumönnum og Egyptum, en með þeim er hægt að sannreyna það sem ég segi, og sný ég mér að því sem nýrra er, einkum og sér í lagi að því sem fullvissa er um og fyrst því er lýtur að gyðingum. Eitt er fullvíst og það er að hebresk tunga átti sína bernsku þar sem hún vart var mælandi. Með bernsku hennar á ég við allan þann tíma er gyðingarnir voru í landi Egypta því satt er, eða mjög nærri sannleikanum, að ættfeðurnir töluðu þá tungu sem Abraham kom með frá landi Kaldea allt þar til að þeir eignuðust afkomendur í Egyptalandi en þar glötuðu þeir hluta hennar niður og hún blandaðist þá hinni egypsku tungu. Síðar er þeir höfðu yfirgefið Egyptaland og myndað sína eigin 1 Eftirnafn hans hefur einnig í gegnum tíðina verið ritað: Lebrixa, Lebrija, Nebrissa, Ne- brixa. í dag er það hins vegar „Nebrija". 2 Hér er „dona“ látið halda sér, þar sem íslenska orðið „frú“ virkar ekki eins virðulegt. 30 á .ffiay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.