Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 38
Antonio de Nebrija -Anna Sigriíur Sigurðardóttir
ig upphafsmenn margs annars, þar á meðal þess að skera jafnhliða steina,
að byggja turna, bræða málma, að blása gler, að sigla eftir stjörnunum, að
vinna skærrauðan lit úr blómum eða blóði purpuraskeljar og fundu upp
valslöngvuna sem Juan de Mena eignaði ranglega Majorkabúum. Þannig
geta gyðingar hafa fengið ritmálið frá Fönikíumönnum sem sökum nábýlis1
deildu skilgreiningum og hugtökum. Eða frá Egyptum eftir að Jakob og syn-
ir hans eignuðust afkomendur í Egyptalandi vegna þeirrar miklu hungurs-
neyðar sem við lesum um í bókinni um tilurð himins og jarðar.2 Það finnst
mér líklegra sökum þess er Grikkinn Heródótos, faðir sagnfræðinnar, og
Iatínumaðurinn Pomponíus Mela rita um: Egyptarnir lesa afturábak3 eins
og við sjáum í dag að Gyðingarnir gera. Ef satt er það sem skrifa Epígenes,
Krítódemos og Berosos, þá eiga bókstafirnir uppruna sinn í Babýlóníu, og
ef tillit er tekið til þess tíma er þeir rituðu gæti Abraham hafa komið með
ritmálið þegar hann var sendur af guði frá landi Kaldeumanna, sem í raun
eru Babýlóníumenn, til Kanaanslands. Eða síðar þegar Jakob sneri aftur til
Mesópótamíu og vann fyrir tengdaföður sinn, Laban. Þó svo að mikil óvissa
ríki um uppruna ritmálsins eru allir höfundarnir sammála um að Kadmos,
sonur Agenors, hafi komið með það frá Fönikíu til Grikklands þegar hann
var neyddur af föður sínum til að leita Evrópu systur sinnar sem Júpíter
hafði rænt og komið til Böótíu þar sem hann byggði borgina Þebu. Nú ríkir
enginn vafi um að frá Grikklandi til ltalíu færði ritmálið Níkóstrata sem á
latínu er nefnd Carmenta, sú er fylgdi syni sínum Evandrosi í sjálfviljuga út-
legð frá Arkadíu og til þess staðar sem Róm stendur nú á og byggði þar borg
á Palatínusarhæð, þar sem síðar reis höll konunga og rómverskra keisara.
Margir gætu verið í vafa um það hver kom fyrstur með ritmálið til
okkar á Spáni eða hvaðan menn þjóðar okkar gætu hafa fengið það. Þrátt
fyrir að það sé mjög nærri sannleikanum að Þeba gæti hafa komið með það
frá Bakkosi, syni Júpíters og Semölu, dóttur Kadmosar, þegar hann kom
til Spánar nær tvöhundruð árum fyrir Trójustríðið þar sem hann missti vin
sinn og félaga, Lisías sem Lisitanía, síðar Lúsitanía, var nefnd eftir, það er
allt það svæði er liggur á milli Duero og Guadiana, og byggði borgina Ne-
brissa4 sem öðru nafni nefnist Veneria, staðsett samkvæmt Plíníusi í þriðju
bók La Natural Historia,5 á milli ármynna og láglendis Guadalquivir. Og
hann nefndi Nebrissa eftir nebrides sem var hamur af dádýrshindum er
1 Hér notar hann tvö orð sem bæði þýða í rauninni „nágrenni" þannig að ég nota það ein-
ungis einu sinni.
2 Hann er hér að vísa í Biblíuna.
3 Hér á hann við að þeir byrja aftast á bókinni og lesa frá hægri til vinstri.
4 Sem í dag nefnist Lebrija.
5 Ég tel að hérna eigi hann við „Sögu Spánar" því ég finn ekkert nánar um þessa sögu nema
það að hún virðist íjalla um Spán sjálfan.
36
á jSf/y/oá — Tímarit um týðingar nr. 14 / 2010