Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 76
Jean-Paul Vinay &]ean Darbelnet — Áslang Anna Þorvaldsdóttir
þegar gefist tækifæri til að ræða um:1 2 A monk’s cell, í samanburði við frönsku:
une cellule de moine [munkaklefi], la cellule d’un moine [klefi munks].
Einnig má setja í sama flokk þann fremur vafasama hátt sem tíðkast á viss-
um amerískum veitingastöðum og felst í að skipta út merkingunni Men/
Women eða Men!Ladies fyrir HelShe eða PalMa. Athygli vekur að það eru
einungis aðstæðurnar sem geta varpað ljósi á þessar tilkynningar vegna þess
hversu snubbóttar þær eru.
Það sama á við um merkingar eins og: Down trainslUp Trains á enskri
járnbrautarstöð sem vísa á lestirnar til eða frá London; From, á umslagi
expéditeur [sendandi]; Haut [upp], á kassa, gefur skýrara til kynna á ensku
This Side Up; Stage Door: Entrée des artistes [Inngangur listamanna].xiii
Athugun á aðstæðum
Andstætt því sem gerist með orðabókafræðilegar einingar er aðstæðurnar
ekki að finna í orðabókum. Þær eru varla nefndar í stílfræðibókum, nema
hjá Bally sem notar þessa hugmynd í bókinni Traité2 og fjallar ítarlegar um
hana í Le langage et la vie (bls. 113-115, 2. útg.). F. Brunot var þegar með
þetta í huga, á öðru sviði, þegar hann skrifaði: „Nauðsynlegt er að ákveða að
setja saman aðferðir í tungumálinu þar sem athafnir eru ekki lengur flokk-
aðar samkvæmt röð tákna heldur eftir röð hugmynda" (Brunot:i929).3
Athugun á aðstæðum er engu að síður grundvallarþáttur í samanburðar-
stílfræði þar sem hún ein gerir kleift að segja að lokum til um merkingu
skilaboða. Eins og E. Nida undirstrikar mjög réttilega „the person who is
engaged in translation from one language into another ought to be con-
stantly aware of the contrast in the entire range of culture represented by
the two languages“ (Nida:i945).4 Jafnvel þótt meirihluti þýðinga, í krafti
kringumstæðna, tengi tungumál sem eiga hlut í sama höfuðmenningar-
svæði (til dæmis þeirri menningu sem kölluð er vestræn), er samt sem áður
hver menningarhópur nægilega einstaklingsmiðaður til að tungumálin
endurspegli þessa ósamleitni í stílfræði þeirra. Reyndar vekur athygli að
öll samanburðarstílfræði byggist á því hvernig tveir málvísindahópar túlka
sömu aðstæður á mismunandi hátt. Það er jafnvel hægt að slá því föstu að
1 Hér vísa höfundar í kafla fyrr í bókinni.
2 Charles Bally (1865-1947), svissneskur málvísindamaður. Bally, Charles. 1951. Traité de
StylistiqueJranfaise. Paris, Klincksieck.
3 Brunot, F. 1929. La Pensée et la langue, 2. útg. Paris, Masson.
4 Nida, E. 1945. Word. 1. bindi, nr. 2, ágúst.
74
á . 'J6ay/óá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010