Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 83
Tekist á um Ihomas Gray
vísu hallast að sósíalisma um skeið sem ungur maður, en var fyrir löngu
orðinn fráhverfur slíkum skoðunum þegar Hrannir komu út að mati Guð-
jóns.1 Um 1913 var Einar orðinn auðugur maður sem dásamaði virkjanir,
hafnargerð og aðrar stórframkvæmdir í ræðu og riti, og því má spyrja hvað
hafi laðað hann að fátækum þorpsbúum Grays? Svarið við þeirri spurningu
þarf ekki að vera ýkja langsótt. I bók Guðjóns kemur hvað eftir annað fram
samúð Einars með lítilmagnanum og velvilji hans í garð fátæks fólks.2 Það
má því vel hugsa sér að svipuð viðhorf í kvæði Grays hafi komið við hann
og honum fundist það ómaksins vert að snara kvæðinu á íslensku.
En með þessu er ekki öll sagan sögð. I Hrönnnm er einnig kvæðið
„Tempsá“ þar sem þungur áfellisdómur er kveðinn upp yfir breskum kap-
ítalisma, breskri heimsvaldastefnu og þeirri herfilegu misskiptingu auðs og
valda sem breskur almúgi má sætta sig við. Ekki verður annað séð en að
róttækur maður haldi hér á penna, en það þarf ekki að þýða að áðurnefnd
lýsing Guðjóns á Einari sé endilega röng. Það kemur glöggt fram í ævi-
sögunni hversu mótsagnakenndur Einar gat verið, og fyrir vikið verður
hver að trúa því sem honum þykir líklegast um hvað Einar las út úr kvæði
Grays.
Hinn þýðandinn, Páll (Paul) Bjarnason (1882—1967), var með öllu ólík-
ur Einari. Hann var Vestur-Islendingur, fæddur í Norður-Dakóta, en flutt-
ist síðar til Kanada þar sem hann bjó til æviloka. Páll fékkst við ýmis störf
um ævina; stundaði barnakennslu, fasteigna- og bílasölu, ritstýrði blaði og
vann við trésmíðar og húsamálun. Hann skrifaði fjölda greina í blöð vestra
og gaf út fjórar ljóðabækur, Fleyga, sem kom út 1953, og Odes andEchoes ári
síðar. Seinna komu svo út More Echoes (1962) og Flísar (1964).3 Það er ein-
mitt í Fleygum sem kom út í Winnipeg sem Páll birti þýðingu sína á kvæði
Grays. Ekki virðist bókin hafa vakið mikla athygli hérlendis, en hennar er
þó getið í Rétti og höfundinum hrósað fyrir „heitar tilfinningar [og] sterka
réttlætiskennd“4 án þess að minnst sé sérstaklega á kvæði Grays.
Arið 1965 ritaði Einar Olgeirsson svo stutta grein um Pál í Rétt. Þar
fór hann fögrum orðum um ævilanga baráttu hans í þágu sósíalismans, en
einnig hrósaði Einar Páli fyrir það brautryðjandastarf sem hann hefði unn-
ið með því að þýða ljóð íslenskra skálda á ensku og tiltekur þar sérstaklega
1 Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson - œvisaga, I, Reykjavík: Iðunn, 1997, bls. 146 og
160.
2 Sjá t.d. Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson - œvisaga, I, bls. 322-323 og II bls. 213-
214, 312 og 387. Reykjavík: Iðunn, 1999,
3 Sjá Benjamín Kristjánsson (útg.), Vestur-islenzkarœviskrár, I. bindi, Akureyri: Bókaforlag
Odds Björnssonar, 1961, bls. 58-59 og Einar Olgeirsson, „Páll Bjarnason og ritstörf hans“.
Réttur - tímarit um þjóðfélagsmál, 3,1965, bls. 181-183.
4 Réttur- tímarit um þjóðfélagsmál, 3-4, nafnlaus ritdómur, 1953, bls. 231.
á .jO/'/ydjá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
81