Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 83

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 83
Tekist á um Ihomas Gray vísu hallast að sósíalisma um skeið sem ungur maður, en var fyrir löngu orðinn fráhverfur slíkum skoðunum þegar Hrannir komu út að mati Guð- jóns.1 Um 1913 var Einar orðinn auðugur maður sem dásamaði virkjanir, hafnargerð og aðrar stórframkvæmdir í ræðu og riti, og því má spyrja hvað hafi laðað hann að fátækum þorpsbúum Grays? Svarið við þeirri spurningu þarf ekki að vera ýkja langsótt. I bók Guðjóns kemur hvað eftir annað fram samúð Einars með lítilmagnanum og velvilji hans í garð fátæks fólks.2 Það má því vel hugsa sér að svipuð viðhorf í kvæði Grays hafi komið við hann og honum fundist það ómaksins vert að snara kvæðinu á íslensku. En með þessu er ekki öll sagan sögð. I Hrönnnm er einnig kvæðið „Tempsá“ þar sem þungur áfellisdómur er kveðinn upp yfir breskum kap- ítalisma, breskri heimsvaldastefnu og þeirri herfilegu misskiptingu auðs og valda sem breskur almúgi má sætta sig við. Ekki verður annað séð en að róttækur maður haldi hér á penna, en það þarf ekki að þýða að áðurnefnd lýsing Guðjóns á Einari sé endilega röng. Það kemur glöggt fram í ævi- sögunni hversu mótsagnakenndur Einar gat verið, og fyrir vikið verður hver að trúa því sem honum þykir líklegast um hvað Einar las út úr kvæði Grays. Hinn þýðandinn, Páll (Paul) Bjarnason (1882—1967), var með öllu ólík- ur Einari. Hann var Vestur-Islendingur, fæddur í Norður-Dakóta, en flutt- ist síðar til Kanada þar sem hann bjó til æviloka. Páll fékkst við ýmis störf um ævina; stundaði barnakennslu, fasteigna- og bílasölu, ritstýrði blaði og vann við trésmíðar og húsamálun. Hann skrifaði fjölda greina í blöð vestra og gaf út fjórar ljóðabækur, Fleyga, sem kom út 1953, og Odes andEchoes ári síðar. Seinna komu svo út More Echoes (1962) og Flísar (1964).3 Það er ein- mitt í Fleygum sem kom út í Winnipeg sem Páll birti þýðingu sína á kvæði Grays. Ekki virðist bókin hafa vakið mikla athygli hérlendis, en hennar er þó getið í Rétti og höfundinum hrósað fyrir „heitar tilfinningar [og] sterka réttlætiskennd“4 án þess að minnst sé sérstaklega á kvæði Grays. Arið 1965 ritaði Einar Olgeirsson svo stutta grein um Pál í Rétt. Þar fór hann fögrum orðum um ævilanga baráttu hans í þágu sósíalismans, en einnig hrósaði Einar Páli fyrir það brautryðjandastarf sem hann hefði unn- ið með því að þýða ljóð íslenskra skálda á ensku og tiltekur þar sérstaklega 1 Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson - œvisaga, I, Reykjavík: Iðunn, 1997, bls. 146 og 160. 2 Sjá t.d. Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson - œvisaga, I, bls. 322-323 og II bls. 213- 214, 312 og 387. Reykjavík: Iðunn, 1999, 3 Sjá Benjamín Kristjánsson (útg.), Vestur-islenzkarœviskrár, I. bindi, Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar, 1961, bls. 58-59 og Einar Olgeirsson, „Páll Bjarnason og ritstörf hans“. Réttur - tímarit um þjóðfélagsmál, 3,1965, bls. 181-183. 4 Réttur- tímarit um þjóðfélagsmál, 3-4, nafnlaus ritdómur, 1953, bls. 231. á .jO/'/ydjá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.