Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 25

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 25
Um hinar mumunandi þýiíingaraðferðir annan sagt nákvæmlega hvernig sá hefði orðað á ítölsku það sem hann lauk við að segja á frönsku. En nú eru þessar tilteknu samræður ekki beinlínis þeirrar tegundar sem sprettur upp úr dýpri rót sérstakrar tungu, heldur eru þær eins og bleikjurt sem laginn maður getur látið vaxa án nokkurr- ar moldar á hvítum dúk. Þessar samræður eru hvorki hin heilaga alvara tungunnar né fagur, hárnákvæmur leikur hennar; heldur, af því að þjóðir blandast á vorum dögum meir en áður þekktist, þá er alls staðar markaður, og þetta eru markaðssamræðurnar, þær mega svo heita stjórnmálalegar eða bókmenntalegar, eða félagslegar, og þær tilheyra reyndar ekki sviði þýð- ingar, heldur frekar því sem tengist túlkun. Ef nú, eins og stundum gjörist, einhverju af þessu tagi er hrúgað sam- an og fest á blað, þá má slíkt rit - þ.e.a.s. léttmeti sem hefir ánægjulegt yfirbragð en sem hvergi ætlar sér að afhjúpa dýpi tilverunnar eða varð- veita einkenni þjóðarinnar - verða þýtt eftir þessari reglu, en eingöngu rit af þessari tegund, því þau hefði alveg eins vel getað verið samin á öðru tungumáli. En víðar má þessi regla eigi gilda, nema ef til vill í inngöng- um og formálum dýpri og fyrirferðarmeiri verka, því þeir eru oft haldnir í léttum anda félagslífsins. Því meir nefnilega sem hugmyndir tiltekins verks og venzl þeirra tengjast sérstæðri menningu þjóðar, eða jafnvel þar að auki löngu liðinni menningu, því minna vægi hefir þessi regla. Oss ber því að hafa í huga, að þó að rétt sé að mörgu leyti að ekki nema með víðtækri tungumálakunnáttu verði maðurinn í vissum skilningi mennt- aður, þá mun heimsmenningin eða heimsborgarinn eigi þykja sannur ef hann ýtir ættjarðarástinni til hliðar þegar á reynir; og þannig er einnig í sambandi við tungumál að sú ást er ekki sú rétta sannrar menntunar, ef hún gjörir öðrum tungum jafnhátt undir höfði og móðurmálinu, og hirðir lítt um hvaða mál (gamalt eða nýtt) verði notað fyrir lifandi og þroskandi orðræðu. Einu landi verður maðurinn þegar allt kemur til alls að telja sig tilheyra, og eins einni tungu, eða ellegar eiga á hættu að svífa festulaus í dauflegri miðjunni. Það er sæmilegt að meðal vor sé enn skrifað á latínu á vegum hins opinbera, til þess að minna oss á að hún var vorum undanför- um vísindatunga og heilagt mál og það er einnig lofsvert að hún sé stunduð á sviði samevrópskra vísinda til að auðvelda samskiptin; en einnig í þessu síðasta tilfelli mun það aðeins heppnast í þeim mæli sem viðfangsefnið er hlutlægt og persónuleg viðhorf og venzl þeim mun minni. Hið sama gildir um rómönsku málin. Hver og einn sem af nauðsyn eður á vegum emb- ættis síns skrifar eitthvert þessara mála, honum er samt sem áður ljóst að kveikjan að hugsunum hans er þýzk, og að hann hefst handa að þýða þær þegar á þessu frumstigi; einnig mun sá sem vísinda sinna vegna skrifar eitt þeirra finna það átakalítið og án hulinnar þýðingar, því hann er algjörlega á valdi hins hlutlæga viðfangsefnis. á- Jföay/há' — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.