Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 11
Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir
einhver af ýktri varkárni forðast misvægi orðanna, þá leiðréttir málefnið
sjálft allt tafarlaust. A sérhverju sviði lista og vísinda er þessu allt öðruvísi
háttað, og yfirleitt þeim mun meira þar sem hugsunin ræður ríkjum og
sameinast ræðunni, en eigi hluturinn sem er einungis táknaður af orðinu á
tilviljunarkenndan og þó löngu ákveðinn hátt. Því hversu óendanlega erfið
og flókin verða samskiptin ekki hér! Hvílíka nákvæma þekking og hvílíkt
vald á báðum málum útheimta þau ekki! Og hversu oft eru eigi hinir
málfróðustu menn (og málefninu kunnugir) hver sinnar skoðunar um
hvaða orðalag kemur næst því að samsvara öðru, þegar gengið hefir verið
úr skugga um að engin nákvæm samsvörun er fyrir hendi. Þetta gildir jafnt
um lifandi myndmál ljóðlistar og um innhverf eða altæk fræðiorð hinna
hæstu vísinda.
En hin ástæðan sem gjörir það að þýða að allt annarri starfsemi en
einfaldri túlkun er þessi: Hvarvetna þar sem ræða manns er óháð aug-
ljósum hlutum og ytri staðreyndum sem hún einfaldlega á að orða, og þar
sem ræðumaður hugsar meira og minna sjálfstætt og er því að tjá sjálfan
sig, er hann í tvennum tengslum við málið og ræða hans skilst einungis
til fullnustu eftir því sem þessi tengsl eru mönnum ljós. Annars vegar er
sérhver maður á valdi tungumálsins sem hann talar; hann og öll hugsun
hans er ávöxtur þess. Hann getur ekkert hugsað af fullum skýrleika sem
liggur handan við yztu mörk málsins; hugtök hans, eðli og mörk tengileg-
leika þeirra eru honum sett af tungumáli því sem hann fæddist og ólst upp
í og setur skynsemi hans og hugmyndaflugi skorður. En hins vegar mótar
einnig sérhver frjálst þenkjandi og andlega virkur maður fyrir sitt leyti
tungumálið. Því hvernig hefði það annars getað vaxið og þróazt úr sínu
fyrsta hráa ástandi í fullkomnun vísinda og lista? I þessum skilningi er það
lifandi kraftur einstaklingsins sem skapar ný form úr þjálum efniviði rnáls-
ins, í fyrstu eingöngu til þess að miðla skammvinnu hugarástandi; en sum
þessara forma lifa í mismiklum mæli áfram í málinu og hafa áhrif á aðra
málnotendur og breiðast þannig út. Já, því má halda fram að það sé ein-
ungis að sama skapi sem einstaklingur hafi þannig áhrif á málið sem hann
verðskuldi athygli af öðrum en í nánasta umhverfi sínu. Sú ræða sem getur
endurtekizt í sama orðalagi þúsundfalt, mun umsvifalaust hljóðna; aðeins
sú kann og má lifa lengur er markar sjálf nýtt atriði í lífi tungumálsins.
Því er það svo að frjálsa og tigna orðræðu ber að skynja á tvo vegu,
annars vegar sem andlegan ávöxt þeirrar tungu sem leggur til efniviðinn,
sem lifandi framsetning ræðumanns í anda tungunnar og háða henni;
hins vegar vill hún skynjast sem afköst lundernis hans, er getur einungis
birzt og skilizt þannig, sprottin úr eðli hans. Já, sérhver orðræða þessarar
tegundar skilst, í æðri skilningi þessa orðs, einungis ef þessi tvenn ólíku
sambönd hennar og raunveruleg innbyrðis tengsl þeirra eru ljós, þannig að
á fdaytíds— Ég kann að iAða; það kunnið þið ekki.
9