Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 11

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 11
Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir einhver af ýktri varkárni forðast misvægi orðanna, þá leiðréttir málefnið sjálft allt tafarlaust. A sérhverju sviði lista og vísinda er þessu allt öðruvísi háttað, og yfirleitt þeim mun meira þar sem hugsunin ræður ríkjum og sameinast ræðunni, en eigi hluturinn sem er einungis táknaður af orðinu á tilviljunarkenndan og þó löngu ákveðinn hátt. Því hversu óendanlega erfið og flókin verða samskiptin ekki hér! Hvílíka nákvæma þekking og hvílíkt vald á báðum málum útheimta þau ekki! Og hversu oft eru eigi hinir málfróðustu menn (og málefninu kunnugir) hver sinnar skoðunar um hvaða orðalag kemur næst því að samsvara öðru, þegar gengið hefir verið úr skugga um að engin nákvæm samsvörun er fyrir hendi. Þetta gildir jafnt um lifandi myndmál ljóðlistar og um innhverf eða altæk fræðiorð hinna hæstu vísinda. En hin ástæðan sem gjörir það að þýða að allt annarri starfsemi en einfaldri túlkun er þessi: Hvarvetna þar sem ræða manns er óháð aug- ljósum hlutum og ytri staðreyndum sem hún einfaldlega á að orða, og þar sem ræðumaður hugsar meira og minna sjálfstætt og er því að tjá sjálfan sig, er hann í tvennum tengslum við málið og ræða hans skilst einungis til fullnustu eftir því sem þessi tengsl eru mönnum ljós. Annars vegar er sérhver maður á valdi tungumálsins sem hann talar; hann og öll hugsun hans er ávöxtur þess. Hann getur ekkert hugsað af fullum skýrleika sem liggur handan við yztu mörk málsins; hugtök hans, eðli og mörk tengileg- leika þeirra eru honum sett af tungumáli því sem hann fæddist og ólst upp í og setur skynsemi hans og hugmyndaflugi skorður. En hins vegar mótar einnig sérhver frjálst þenkjandi og andlega virkur maður fyrir sitt leyti tungumálið. Því hvernig hefði það annars getað vaxið og þróazt úr sínu fyrsta hráa ástandi í fullkomnun vísinda og lista? I þessum skilningi er það lifandi kraftur einstaklingsins sem skapar ný form úr þjálum efniviði rnáls- ins, í fyrstu eingöngu til þess að miðla skammvinnu hugarástandi; en sum þessara forma lifa í mismiklum mæli áfram í málinu og hafa áhrif á aðra málnotendur og breiðast þannig út. Já, því má halda fram að það sé ein- ungis að sama skapi sem einstaklingur hafi þannig áhrif á málið sem hann verðskuldi athygli af öðrum en í nánasta umhverfi sínu. Sú ræða sem getur endurtekizt í sama orðalagi þúsundfalt, mun umsvifalaust hljóðna; aðeins sú kann og má lifa lengur er markar sjálf nýtt atriði í lífi tungumálsins. Því er það svo að frjálsa og tigna orðræðu ber að skynja á tvo vegu, annars vegar sem andlegan ávöxt þeirrar tungu sem leggur til efniviðinn, sem lifandi framsetning ræðumanns í anda tungunnar og háða henni; hins vegar vill hún skynjast sem afköst lundernis hans, er getur einungis birzt og skilizt þannig, sprottin úr eðli hans. Já, sérhver orðræða þessarar tegundar skilst, í æðri skilningi þessa orðs, einungis ef þessi tvenn ólíku sambönd hennar og raunveruleg innbyrðis tengsl þeirra eru ljós, þannig að á fdaytíds— Ég kann að iAða; það kunnið þið ekki. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.