Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 102
Marteinn Lúther -Anna SigurhjörgSigurðardóttir
mætti nú kalla fína þýðingarvinnu. Því verð ég að láta bókstafina lönd og
leið og rannsaka hvernig þýskur maður mundi orða það sem sá hebreski
tjáir með „Isch hamudóth“: þannig kemst ég að þeirri niðurstöðu að þýski
maðurinn mundi mæla svo: Du lieber Daniel, du liebe Maria eða du holdse-
lige Maid, du niedliche Jungfrau, du zartes Weib [þú blessaða mær, þú ljúfa
jómfrú, þú milda man] og því um líkt. Því sá sem ætlar að fást við þýðingar
verður að hafa mikinn forða af orðum sem hann getur gripið til þegar eitt
þeirra vill engan veginn hljóma rétt.
Og hvað hefur það upp á sig að ræða svona mikið og lengi um þýð-
ingar? Ef ég ætti að upplýsa um rökin og hugsanirnar að baki öllum orð-
um mínum, þá mundi ég líklega eyða heilu ári í þau skrif. Hvers konar
list og hvílík vinna þýðingar eru hef ég sannreynt, því þoli ég engum
páfaasna né múlasna, sem sjálfir eru alls óreyndir, að gerast dómarar eða
lastarar þarum. Sá sem ekkert vill með þýðingar mínar hafa, hann láti
þær vera. Djöfullinn þakki þeim sem líkar þær ekki eða breytir þeim án
minnar vitundar og vilja. Ef það á að breyta þeim þá mun ég sjá um það
sjálfur. Breyti ég þeim ekki sjálfur, þá láti menn mig hafa mínar eigin
þýðingar í friði og sýsli svo hver það sem honum sjálfum sýnist og megi
vel lifa!
Eg get vitnað um það með góðri samvisku að ég hef sýnt mikla trú-
festu og vinnusemi við þetta og aldrei gert neitt af röngum hug - því ég
hef ekki tekið einn einasta eyrixxxix fyrir, né sóst eftir því eða verið veitt
þarfyrir. Eg hef heldur ekki sóst eftir upphefð sjálfum mér til handa með
því, það veit Guð, Drottinn minn, heldur hef ég gert þetta í þágu hinna
kæru kristsmanna og til dýrðar þeim sem í upphæðum er, sem mér ávallt
svo mikið gott gerir að þó ég þýddi þúsund sinnum meira eða lengur, þá
hefði ég ekki áunnið mér einnar stundar líf eða eitt heilbrigt auga: Það
sem ég er og á er allt fyrir hans náð og miskunn, fyrir hans dýra blóð og
súra sveita og því skal það, ef Guð lofar, allt vera honum til dýrðar með
gleði og af einlægu hjarta. Ef blekbullurnar og páfaasnarnir halda áfram
að rægja mig, látum svo vera, á móti lofa mig hinir frómu kristnu menn
sem og sinn Drottin Krist og mér er um of ríkulega launað ef einn einasti
kristinn maður telur mig trúan verkamann. Ég læt mig páfaasnana engu
varða, þeir eru ekki þess virði að yfirfara verk mín og það mundi rífa mig
í hjartað ef þeir mundu biðja mér endurlausnar. Níð þeirra syngur mér hið
æðsta lof og dýrð. Ég vil þó áfram vera doktor, já meira að segja einstakur
doktor, og fram á æðsta dag munu þeir ekki hafa af mér þá nafnbót, það
veit ég fyrir víst.
Ég hef hins vegar alls ekki sleppt tökum á bókstafnum, heldur hafa
ég og aðstoðarmenn mínir haft mikla aðgát þar sem það skipti máli og
haldið okkur við bókstaflega merkingu orðanna og ekki farið frjálslega
ioo
á- .JSay/oá- — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010