Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 101

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 101
Sendibréf um þýðingar (1530) En hvað kæri ég mig um hvort þeir ærist og ólmist,xxxvl ekki vil ég hindra þá í að þýða á þýsku að eigin geðþótta; en ég vil líka þýða á þýsku, ekki eins og þeir vilja, heldur eins og ég vil.xxxv“ Sá sem ekki kærir sig um það, hann láti mér það kyrrt liggja og haldi sinni snilld íyrir sig, því ég kæri mig ekki um að sjá né heyra um hana og þeir þurfa hvorki að úttala sig um mínar þýðingar né svara fyrir þær. Taktu nú vel eftir: Ég vil segja: „du holdselige Maria, du liebe Maria“, [þú blessaða María, þú kæra María] og leyfum þeim að segja: „du voll Gnaden Manct [þú full náðar María]. Sá sem kann þýsku, hann veit best hversu fagurt þetta orð er sem snertir strengi hjartans:xxxvl" die liebe Maria, der liebe Gott, der liebe Kaiser, der liebe Fiirst, der liebe Mann, das liebe Kind [kæra María, kæri Guð, kæri keisari, kæri fursti, kæri maður, kæra barn]. Og ég veit ekki hvort hægt sé að tjá orðið liebe eins hjartanlega og knappt á latínu eða öðrum tungum, svo það knýi á og nái endurómi í hjartanu í gegnum öll skilningarvitin á sama hátt og það gerir á vorri tungu. Því ég álít að heilagur Lúkas, sem meistari í hebreskri og grískri tungu, hafi viljað þýða hebreska orðið sem engillinn notaði sem nákvæm- ast og skýrast með gríska orðinu „kecharitoméni“. Og geri mér í hugar- lund að erkiengillinn Gabríel hafi talað til Maríu í sama anda og hann ávarpaði Daníel og kallaði hann „hamudóth“ og „isch hamudóthV vir desideriórum, það er, „du lieber Daniel“ [þú kæri Daníel]. Því þetta er talsmáti Gabríels eins og við sjáum í Daníel. Ef ég fylgdi nú bókstafnum við þýðingu á orðum engilsins með lcúnst asnanna þá yrði ég að segja svo: Daniel, du Manti der Begierungen, [Daníel, þú maður frygðanna] eða Daniel, du Mann der Lúste [Daníel, þú maður girndanna]. Ó, það væri nú fögur þýska! Þjóðverji heyrir að vísu að „Mann“, „Lúste“ og „Begierungen“ eru þýsk orð, þó þau séu ekki í skýrri og hreinni þýskri mynd, heldur færi betur á að hafa þau í eintölu „Lust“ og „Begier'. En þegar þau eru svona samsett: Þú maður frygðanna, þá veit enginn Þjóðverji hvað er verið að segja, hugsar með sér að Daníel sé jafnvel fullur syndsamlegra fýsna. Það 1 Þýð.: Daníel 9:23,10:11,19 — ÍB’07, GT bls. 1135-1136: (9:23) „Þegar þú byrjaðir bænir þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að orðinu og öðlastu skilning á sýninni.“; (10:11) „Og hann sagði við mig: „Daníel, þú sem ert ástmögur, taktu eftir því sem ég segi þér og stattu á fætur því að til þín er ég sendur.“ Og er hann sagði þetta stóð ég upp og skalf á beinunum.“; (10:19) „Hann sagði: „Óttastu hvergi, ástmögur, allt mun ganga þér í hag. Vertu hughraustur. Vertu hughraustur.“ Eg styrktist við er hann talaði við mig og sagði: „Talaðu, herra, því að þú hefur veitt mér styrk.““ Biblían notar hér orðið ástmögur sem annars er lítið notað í íslensku núorðið en er gefið upp sem fast orðasamband „ástmögur þjóðarinnar“ í Stóru íslensku orðabókinni um íslenska málnotkun í Snöru og þýðir þá, sá sem þjóðin hefur dálæti á, eða sá sem er vinsæll. Einnig er gefið upp í Stafsetningarorðabókinni merkingin elskltugi. á JdSayáiá— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.