Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 43
William Blake ogþýðingin á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar
prjónavörusala í Lundúnum. Hann var skírður í Westminster Abbey, komst
ungur í listaskóla, nam myndskurð (engraving) í sjö ár sem iðnnemi og
komst síðan inn í The Royal Academy í London, en var þá þegar orðinn
róttækari og rómantískari en hin nýklassíska akademía var vön að nem-
endur hennar væru. Blake var af fjölskyldu andófsmanna innan ensku
kirkjunnar (dissidents), og hafði sjálfur mjög ákveðnar skoðanir á kristni og
kristinni trú. T.d. var hann þeirrar skoðunar að veraldlegt vald og veraldleg
umsýsla væri af hinu illa, og jafnvel að skynsemin sem slík væri blekking og
djöfulleg í eðli sínu. I staðinn hélt Blake fram mikilvægi innlifunarinnar,
og ímyndunaraflsins, enda var Blake skyggn frá unga aldri og var stundum
félagi engla — „the companion ofAngels“ eins og hann sjálfur orðaði það.1
William Blake naut ekki mikillar virðingar samtímamanna sinna á meðan
hann lifði. Það var litið á hann sem hvern annan iðnaðarmann og það var
ekki fyrr en löngu síðar að menn gerðu sér grein fyrir því að hann var einn
af upphafsmönnum og aðalfyrirmyndum rómantísku stefnunnar svoköll-
uðu. Áhrif Blakes á skáld eins og Wordsworth og Keats eru nú óumdeild.
Þóroddur Guðmundsson segir um Blake í eftirmála sínum:
„Blake lifði og dó lítt þekktur og var misskilinn af samtíð sinni, hafð-
ur að háði og spotti og jafnvel talinn vitskertur, enda var þeirri flugu komið
inn hjá fólki á hinn lævísasta hátt af hatursmönnum hans, er voru margir.
Hvort tveggja er auðskilið. Blake var að öðrum þræði auðmjúkt barn gagn-
vart guði sínum, en á hinn bóginn vítti skáldið rangsnúinn aldaranda og
sagði höfðingjum þessa heims til syndanna með fádæma einurð.“2
Þóroddur Guðmundsson telur því Blake vera hinn misskilda snill-
ing og bókmenntafræðingurinn Northrop Frye sem rannsakað hefur verk
Blakes er honum sammála.3 Frye segir:
What Blake demonstrates is the sanity of genius and the ntadness of the
commonplace mind, and it is here that he has something very apposite to
say to the twentieth century, with its interest in the arts of neurosis and
the politics of paranoia.4
Líklegast er þó að Blake hafi stundum verið á barmi vitfirringar, en hafi
tekist að beina þeim sýnum sem hann sá í jákvæðan farveg með listsköpun
sinni, þannig að þótt hann sæi inn í „aðra heima“ þá varð það honum ekki
að fjörtjóni.
1 Bentley, bls. ioo.
2 Sjá eftirmála Þórodds í Blake, Söngvar sakleysisins og Ljóð lífireynslunnar, bls. 76.
3 Frye, bls. 12-13.
4 Frye, bls. 13.
á .jSrry/riá — Ég kann að i>ýða; það kunnið þið ekki.
41