Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 26

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 26
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar Þá tíðkast einnig að menn hafi lagt ástfóstur við skriftir á latínu eður rómönskum málum, og ef ætlun þeirra með þessu er virkilega að tjá sig eins vel og eins frumlega á erlendu máli og á móðurmáli sínu, þá mundi eg álíta þetta ósvífna og hjátrúarfulla iðju, ekki ósvipaða „tvíferð",1 en þar með vildi maðurinn ekki einungis hæðast að lögmálum náttúrunnar held- ur líka rugla aðra í ríminu. En þannig er þessu eigi háttað, skriftir þeirra eru einungis fínlegur látbragðsleikur, í mesta lagi ætlaður til ánægjulegrar dægrastyttingar í útjaðri vísinda og lista. Skriftir á erlendu máli eru aldrei frumlegar, heldur endurminningar um ákveðinn rithöfund eður um hætti ákveðins tímabils, sem töfra almenna persónu fram og svífa fyrir sálinni líkt og lifandi, ytri mynd sem skriftirnar leitast við að endurskapa. Það er þess vegna sem þessi iðja framleiðir afar sjaldan nokkuð verðmætt, umfram nákvæmni látbragðsins, og sakir þess má líka njóta meinlausrar ánægju af þessu ástkæra listaverki því alltaf sést í gegn í persónuna sem hermt er eftir. Hafi einhver aftur á móti, gegn því sem náttúran og siðirnir bjóða, gjörzt liðhlaupi frá móðurmálinu á vit annarrar tungu, þá þarf það ekki að vera eins konar uppgerðar sjálfsháð þegar hann kveðst eigi lengur geta hreyft sig frjálslega í móðurmálinu; heldur er það eingöngu réttlæting sem hann býr til sjálfum sér, til þess að sýna að eðli hans er virkilega „yfirnáttúrulegt" í trássi við alla röð og reglu, og trygging hinum að hann sé þó enginn tvífari eður draugur. En vér höfum nú allt of lengi dvalið við þessi kynlegu efni eins og viðfangsefni vort væri skriftir á erlendum málum og eigi þýðingar úr þeim. Málið er þetta. Ef ókleift er að skrifa á erlendu máli frumverk sem er listrænnar þýðingar virði og þurfi, eða ef þetta er alltént sjaldgæf og furðuleg undantekning, þá er heldur ekki gjörlegt að setja þýðingunni þá reglu að hún eigi að hugsa eins og höfundurinn sjálfur hefði skrifað einmitt þetta á þýðingarmálinu; því ekki er fyrir að fara fjöldanum öllum af tvítyngdum rithöfundum sem gæti þjónað sem hliðstæður fyrir þýðandann að fylgja, heldur verður hann við þýðing á öllum verkum (nema um sé að ræða létta afþreying eða viðskiptastíl) að treysta nær eingöngu á ímyndunarafl sitt. Já, er eitthvað við því að amast, þegar þýðandi segir lesanda sínum: „Hér færi eg þér bókina eins og maðurinn hefði skrifað hana, hefði hann skrifað á þýzku,“ þótt lesandinn svari: „Ég er þér alveg eins þakklátur og ef þú færðir mér mynd af manninum eins og hann liti út hefði móðir hans átt hann með öðrum föður?“ Því ef eiginlegur andi höfundar verka (sem tilheyra í æðri skilningi vísindum og listum) er móðirin, þá er „föðurlenzkan“ faðir þeirra. Þessarar eða hinnar kúnstarinnar sem þykist búa yfir dularfullri þekkingu, er enginn hefir, má eingöngu njóta sem leiks. I „Doppeltgehen". á ,d3ay/-já - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.