Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 9
ALEXANDER JÓHANNESSON:
BYGGINGARSAGA HÁSKÓLANS.
Þegar háskólinn var stofnsettur 1911, höfSu 3 embættis-
mannaskólar verið starfandi: Prestaskóli Islands (frá 1847),
Læknaskóli Islands (frá 1876, en kennsla í læknisfræði hófst
þó 1862) og Lagaskóli fslands (frá 1908). Á hinu fyrsta
endurreista alþingi (1845) hafði Jón Sigurðsson horið fram
tillögu um „þjóðskóla“ Þar er fyrst hreyft hugmyndinni um
stofnun háskóla á fslandi, en 1881 bar Benedikt Sveinsson
fram frumvarp sitt á Alþingi, sem samþykkt var á þinginu
1883, en var síðar synjað staðfestingar. Siðan var þessu máli
oft hreyft, unz þar að kom, að háskólafrumvarp var samþykkt
1909 og staðfest af konungi 30. júlí. Bætt var við nýrri deild
og sameinuð embættismannaskólunum, og urðu deildimar
því fjórar. Stofnunarhátíð fór fram 1911 á 100 ára afmæli
Jóns Sigurðssonar. Kennarar og dósentar voru 11, en auka-
kennarar voru 7, og 3 aðrir kenndu í læknadeild (Guðm.
Björnsson landlæknir) og í heimspekideild (A. Courmont,
er kenndi frönsku og var fyrsti erlendi lektorinn við háskól-
ann, og dr. Helgi Jónsson, er hélt fyrirlestra um jurtafræði).
fnnritaðir stúdentar vom 45. Fyrsti rektor háskólans var
prófessor dr. Bjöm M. Ólsen. Háskólanum var fengið hús-
næði á neðri hæð Alþingishússins, og vom þar 4 kennslu-
stofur auk rúmgóðrar kennarastofu. Þetta virtist eiga að nægja
til að byrja með, en ekki leið á löngu, fyrr en tala stúdenta
fór vaxandi og fyrirsjáanlegt var, að háskólinn yrði að eignast
sitt eigið hús. Þó varð hann að hírast í þessum litlu og lélegu
húsakynnum í 29 ár, unz háskólabyggingin, er var í smíðum
1936—1940, var tekin í notkun um haustið 1940.
Háskólanum var upprunalega ætluð lóð á Arnarhóli, og
gerði Rögnvaldur Ólafsson húsameistari uppdrátt að fyrir-