Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 113
Skirnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
109
Lehmann kom tillaga þess efnis, að fyrsta Alþingi gæti breytt
lögunum um Alþingi að vild og þau yrðu einungis bráða-
birgðalög, unz fyrsta Alþingi hefði sagt álit sitt á þeim. Um
þetta urðu verulegar umræður. Þeir Grímur og Finnur fylgdu
nú Christensen að málum, en konungsfulltrúinn, A. C. ör-
sted, vildi í engu breyta frumvarpi kansellísins og þótti lítið
leggjandi upp úr málaflutningi Gríms og Finns, sem voru
komnir í mótsögn við sjálfa sig. Christensen mælti enn sem
fyrr skörulega með tillögum sínum, og Lehmann lét heldur
ekki sitt eftir liggja. Dönsku nefndarmennirnir tóku nú einn-
ig til máls, og að því búnu var gengið til atkvæðagreiðslu.
Breytingartillögur þeirra Christensens og Lehmanns voru
samþykktar, nema tillaga Christensens um fjölgun þingmann-
anna, en tillaga frá Finni og Grími um kosningarétt og kjör-
gengi leiguliða var felld. Þannig afgreiddi Hróarskelduþing
málið.
Frammistaða þeirra Gríms amtmanns og Finns Magnús-
sonar var á engan hátt glæsileg. Það vill svo vel til, að til er
bréf frá Finni til Jóns Sigurðssonar daginn eftir að loka-
umræðan fór fram, eða 9. sept. 1842, þar sem hann skýrir
afstöðu sína, en Finni farast svo orð um þetta mál:10)
„Alþíngismálið í gjærqvöld varaði frá kl. 6 til cirka IOV2.
Christensen og Lehmann gengu ákaft framm, enn hinn síð-
astnefndi erti sárlega þá Hvidt, David og Ussíng; hinn fyrst-
nefndi þagði enn hinir tveir hefndu sín á okkur tveimur Is-
lendingum, og rifu okkur sundur og saman, hvarundir Drew-
sen sjerílagi tók. Eg óttaðist fyrir að við, fyrir okkar mein-
íngarbreytíng, verðum álitnir hér og víðar framvegis eins og
pólitískir svikarar eða strokumenn. Amendementet um full-
trúatalið fjell, enn það um túngumálið vann með 28 atqvæð-
um mót 27 og það um Offentligheden með 30 mót 25 (að
eg trúi). Þettað kom samt til lítilla nota þar Lehmann endi-
lega vildi hafa sett sitt Amendement um „Anordningen som
provisorisk11 (uns alþingið hefði reviderað hana) sett í gegn,
qvo principale, og það lukkaðist honum, enn subsidialita var
Committeens, sem nær því var sömu meíningar, viðtekið.
Ávinningurinn af okkar Íslendínga viðleitni varð því hardla