Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 205
Skírnir
Ritfregnir
199
miðjan“ koma fyrir í bardagalýsingum, er fjarstæðukennt að draga nokkr-
ar ályktanir af þeim einum. Þær gefa ekki einu sinni líkur.
Ef fyrrtöldum kröfum er ekki að einhverju leyti fullnægt, stöndum við
þannig að vígi, að við erum knúnir til að láta likingarnar liggja é milli
hluta. En að sjálfsögðu getur atburður verið sóttur i samtíðina, þótt litlar
eða engar líkur verði færðar fyrir því. En líkingin getur lika verið til-
viljun vegna reglunnar um endurtekningu atburða. Verður þá svo að telja,
unz annað er sannað. Því miður koma hér engar visindaaðferðir til
hjálpar.
1 ritgerðinni „Nú taka öll húsin að loga“ telur Barði sig hafa fært
sönnur á, að önundarbrenna (að Lönguhlíð) og brennur Sturlungaaldar,
Þorvaldsbrenna (é Gillastöðum) og Flugnmýrarbrenna, móti alla lýsingu
Njáluhöfundar af Njálsbrennu. Nú ber þess að gæta, að höfuðdrættirnir
í slíkum frásögnum eru yfirleitt mjög áþekkir: Brennumenn koma vita-
skuld að næturþeli og umlykja bæjarhúsin; heimamenn rjúka upp með
andfælum, gripa til vopna, reyna að veita viðnám, en öll mótspyrna er
vonlaus vegna ofureflis; einhver óveruleg vopnaviðskipti eiga sér stað;
brennumenn bera við eða hey að, slá eldi í — og húsin taka að loga;
hetjulund og bölró birtist i orðaskiptum; börnum og konum er boðin út-
ganga; einn þolir ekki við vegna hitans og reyksins, ræðst til útgöngu, en
felldur án tafar o. s. frv. Þurfti sérlega mikið ímyndunarafl til að semja
brennusögu í þessum dúr?
Barði bendir á m. a., að í Flugumýrarbrennu er tekið þannig til orða:
„Tóku þá húsin mjög að loga“ og í Njálsbrennu: „Nú taka öll húsin að
loga“ (texti Barða, 232). En hafa þessi orð sönnunargildi? Ef við gerðum
þá tilraun að bera saman Flugumýrarbrennu og til að mynda önundar-
brennu og tindum úr einstök atriði, gætum við sennilega komizt skolli
langt í því að „sanna", að önundarbrenna væri tilbúningur, þótt hún
gerðist rúmri hálfri öld fyrr en Flugumýrarbrenna og sé söguleg. Vert er
að geta þess, að í Önundarbrennu standa þessi orð: „húsin tóku að loga“
(Sturl. I, 191; Jón Jóh. o. fl.); og í Þorvaldsbrennu: „Tóku þá þegar at
loga húsin“ (Sturl. I, 322). Enginn hefur þó leyft sér að halda því fram,
að hér sé um rittengsl að ræða. 1 öllum fjórum brennusögunum kemur
því fyrir að heita má sama setningin. En — mátti orða þetta á marga
vegu?
Barði hendir einnig á, að í Sturlungu segir svo frá dauða Þorvalds
Vatnsfirðings: „Hann lagðist yfir eldstó og lagði hendur frá sér í kross,
og þar fannst hann síðan“. Um Njál segir: „Hann hafði lagt hendur sín-
ar í kross“ (texti Barða, 231-32). Hvernig er hægt að sanna rittengsl —
og áhrif frá Þorvaldsbrennu — með slíkum og öðrum áþekkum likingum?
Hvað gerði kristinn maður — fyrr á tímum — þegar dauða bar að hönd-
um við slíkar aðstæður?
Er þá öll lýsing Njálsbrennu söguleg? Á því hef ég enga trú fremur en
Barði, þótt ég vilji ekki ganga eins langt og hann. Má vera, að einhverjar