Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 110
106
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnii
staðinn upp tvöfaldar kosningar og afnema eignarskilyrðin
fyrir kosningarétti og kjörgengi og veita með því þeim, sem
bæru kostnað þingsins, rétt til þátttöku í Alþingismálunum.
Rentukammerið taldi, að óbeinar kosningar mundu hafa
minnstan kostnað í för með sér og afnám eignarskilyrðanna
ekki eins varhugavert, þegar kosningamar væm óbeinar, og
mismunurinn milli kosningaréttar og kjörgengis í Danmörku
og Islandi ekki eins mikill, þar sem á öðmm staðnum væru
beinar, en á hinum óbeinar kosningar.
Þá var það skoðun rentukammersins, að einungis skyldi
valdir þeir menn til þingsetu, sem gætu mælt á íslenzka tungu,
og þingstörf fæm fram á íslenzku, því að óvíst væri, að hinir
íslenzku þingmenn skildu ræðu, sem flutt væri á dönsku, og
slíkt mundi hafa í för með sér tímatöf og rugling.
Afstaða rentukammersins stakk verulega í stúf við afstöðu
embættismannasamkomunnar og það, sem ráðamenn dönsku
stjómarinnar höfðu lagt til málanna. Það er því mjög senni-
legt, að Brynjólfur Pétursson, sem var sjálfboðaliði í skrif-
stofunni, sem fór með málefni fslands og hefir fjallað um
þetta mál, hafi ráðið miklu um afstöðu rentukammersins, því
að þar kemur fram svo mikil þekking á öllu, sem íslandi við-
víkur, og svo margt í samræmi við skoðanir hans á málinu.
Og það er ljóst, að hann sparaði sér enga fyrírhöfn, til að
skipulag Alþingis kæmist í það horf, sem hann taldi, að gæti
orðið íslenzku þjóðinni að mestu gagni.
Kansellíið var ekki mótfallið tillögum rentukammersins, en
fór þó að mestu eftir tillögum embættismannasamkomunnar
í frumvarpi að Alþingisskipan, sem það lagði fyrir Hróars-
kelduþing, en það kom saman 7. júlí 1842. Konungsfulltrúinn
var A. S. örsted. Alþingisfrumvarpið var lagt fram 11. sama
mánaðar og 5 manna nefnd kosin til að fjalla um það. 1 henni
áttu sæti báðir fulltrúar íslands, Grímur Jónsson og Finnur
Magnússon. Grímur Jónsson var framsögumaður nefndar-
innar.
Á meðan þessu fór fram í Hróarskeldu, voru fslendingar
í Höfn ekki aðgerðarlausir. Jón Sigurðsson boðaði stúdentana
til fundar, sem var haldinn 27. júlí. Þar var rætt um útgáfu