Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 134
130
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
leg tækifæri varð hann fyrir innblæstri. Verk Bums frá þess-
um tíma, eins og reyndar alltaf, endurspegla sveitalif, hugs-
unarhátt, hjátrú og lífsreynslu hans sjálfs og stéttarbræðra
hans. Það var sem ljóðalind skáldsins væri óþrotleg. Á meðan
Bums bjó að Mossgiel, kom út fyrsta og frægasta prentun
ljóða hans í 6 hundmð eintökum. Hvert eintak var selt á 3
skildinga, en kostar nú mörg hundmð pund, ef fáanlegt er.
Fyrir handritið fékk Burns 20 sterlingspund i ritlaun.
Auk þess sem búsýslan og náttúrufegurðin að Mossgiel létu
Burns mörg yrkisefni í té, sótti hann efni í ófá kímnikvæði
og söngva til þorpsins Mauchline, þar sem skáldið var tíður
gestur á veitingakrám og víðar.
Dýpst og varanlegust áhrif höfðu þó ástamálin á Burns
þessi ár. Um hann mætti segja, svipað og komizt var að orði
um Guðmund dýra: Honum fylgdi sá skaplöstur, að hann
elskaði margar konur. Og ást Burns var engin hálfvelgja.
Hann unni heitt og fölskvalaust og gat aldrei gleymt þeim,
sem hann felldi ást til. Og honum var léð sú fágæta list að
geta túlkað reynslu sína, þrá og söknuð af slíkri dýpt og ein-
lægni, að í því á hann fáa líka. Eru sum ásta- og saknaðarljóð
hans með því fegursta í bókmenntum seinni alda. Auðvilað
tala þau sínu máli ein sér, en þó er til skilningsauka að þekkja
tilefni þeirra.
Örlagaríkasti þátturinn í ástasögu Bums er á þessa leið:
Meðan þeir bræður bjuggu að Mossgiel, kynntist Rohert einni
af fegurstu blómarósum í Mauchline, múraradóttur, sem hét
Jean Armour, og heitbatzt henni. En Robert var ekki við eina
fjöl felldur. Og Armour-fjölskyldan var lítt hrifin af þessum
væntanlegu tengdum, sízt faðir stúlkunnar, en hún brást
skáldinu af þeim sökum um stundar sakir. Þá felldi Robert
Burns ákafan hug til frægustu ástmeyjar sinnar, Mary Camp-
bell (Maríu frá Hálöndum). Og að sjálfs hans sögn ætluðu
þau að ganga í heilagt hjónaband. Þau hittust á bakka Ayr-
árinnar fagran sunnudag í maí 1786 og bundust tryggðum.
Burns gaf Maríu Biblíu í festargjöf. Af fundinum brá hún
sér heim á bernskustöðvar sínar í Vestur-Hálöndum. En í
bakaleiðinni andaðist hún úr illkynjaðri sótt í Greenock við