Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 164
158
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
birgðir með 20% afslætti miðað við verðlagsákvæðin frá 1776,
en þau ákvæði höfðu verið felld úr gildi frá apríllokum 1787,
og hafði verðlag yfirleitt hækkað við það, en aðalatriðið var
þó, að þeir höfðu, eins og áður var á minnzt, fengið mjög ríf-
leg peningalán, vegna þess að þeim hafði tekizt að sannfæra
sölunefndina um, að svo til engar vörubirgðir væru á höfn-
unum á íslandi. Lítil hætta virtist á því, að sölunefndin kæm-
ist að þessu fyrr en það seint, að henni ynnist enginn tími
til að ræða við kaupmenn um breytingu á afhendingartím-
anum, og svo voru það amtmenn og stiftamtmaður á fslandi.
sem sjá áttu um afhendinguna og ganga frá skuldabréfum
kaupmanna, svo lítil hætta var á, að neitt vafstur yrði út af
þessu. Sölunefndinni var líka mikið í mun að sjá sem fyrst
fyrir endann á samningunum við kaupmenn, þar eð komið
var fram um miðjan apríl og nauðsynlegt, að kaupmenn gætu
sem fyrst lagt af stað til íslands. En einmitt þegar nefndin
var að útbúa greinargerð sína til konungs um samningana
til að fá staðfestingu hans á þeim, kom póstskipið frá fslandi
og hafði meðal annars meðferðis skýrslur um vörutalningar
þær, sem fram höfðu farið á verzlunarstöðunum þá um ára-
mótin, og var ljóst af þeim, að allmiklu meira vörumagn var
til á þeim höfnum, sem hér var um að ræða, en kaupmenn
höfðu viljað vera láta. Tók nefndin þá það ráð að leggja þetta
í úrskurð konungs án þess að ræða það frekar við kaupmenn,
og varð niðurstaðan sú, að allir skyldu þeir taka við verzlun-
unum samkvæmt sérstöku uppgjöri, er fram færi við komu
þeirra til landsins. Þó var þeim gefinn kostur á að fá á inn-
kaupsverði þær íslenzkar vörur, sem lagðar höfðu verið inn
í verzlanirnar síðan um áramót.
Hlutaðeigandi kaupmenn töldu þessa breytingu hin verstu
svik af hálfu sölunefndarinnar, þar eð þeir hefðu þegar ver-
ið búnir að gera ýmsar ráðstafanir í samræmi við það loforð,
að afhendingin skyldi miðuð við síðustu áramót. Hafði einn
þeirra, Sunckenberg kaupmaður í Reykjavík, orð á því í bréfi
til nefndarinnar að gera skaðabótakröfu, er til Islands kæmi,
vegna þess taps, sem hann kynni að hafa orðið fyrir af þess-
um ástæðum, og bað nefndin rentukammerið að skrifa stift-