Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 222
216 Ritfregnir Skírnir
Asgeir Hjartarson: TjaldiS fellur, leikdómar og greinar. Heims-
kringla 1958.
Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku. Erlendis er það alltítt,
að leikdómar merkra gagnrýnenda séu gefnir út í safnritum annað kastið
og stundum reglulega ár eftir ár til yfirlits. Slíkir leiðarvísar eru hinir
gagnlegustu við könnun leiklistarsögunnar og oft sprenglærðir á leikrit-
un sem bókmenntagrein. Hinir allra beztu eru auk þess persónulegir í
stíl og aðför að efninu og reiknast til sigildra bókmennta út af fyrir sig.
Ég vil aðeins minna á leikdóma, sem Bernard Shaw reit fyrir The Satur-
day Review frá 5. janúar 1895 til 21.maí 1898.
Hjá oss hefur leikgagnrýnin verið á hálfgerðu frumstigi. Hún hefur
sveiflazt milli kunningjabragðs og „eins andskotans reiðarslags", svo not-
uð sé fyrirsögn frá fyrstu rimrau, sem hér varð út af leikdómi. I fram-
faraátt horfði, þegar blöðin fengu sérstaklega tilnefndum mönnum dóms-
vald í leiklistarmálum. En hversu sjálfsagt sem þetta var, hafa hvorki
leikarar né áhorfendur fyllilega sætt sig við þann hæstarétt. Allt frá því
fyrsti „fasti“ leikdómarinn, Vilhjálmur Jónsson, lagði kurteislega, en ákveð-
ið að einum máttarstólpa leiksviðsins að sneiða hjá vissum hlutverkum,
hafa leikarar risið öndverðir gegn allri gagnrýni, sem heitið getur, eða að
minnsta kosti í orði lýst yfir því, að þeir tækju ekkert mark á henni. Og
ótrúlega auðvelt er að fá gagnrýni andmælt frá áhorfendabekkjunum. f
sjálfu sér liggur þetta i hlutarins eðli. Leikarar eru hörundsárir, en gagn-
rýni um leik gengur nærri persónum þeirra, sem er allur efniviður sköp-
unarverksins, og hver meðal áhorfenda hefur ekki sínar meiningar um
leiklist?
Leikdómarar hér standa líka höllum fæti gagnvart starfsbræðrum sín-
um viðast hvar erlendis, hvað sjálf viðfangsefnin snertir. Megnið af öllu,
sem hér er sýnt á leiksviði, er af útlendum toga, svo að gagnrýnandinn
verður auk fyrirvara um þýðingu að miða dómsorð sitt við lifnaðarhætti
og venjur, sem eru honum jafnframandi og ókunnar og leikurunum, í dag
frá Spáni, í gær frá Rússlandi og flest kvöld vikunnar í enskum eða amer-
iskum selskap, að maður ekki minnist á ómak og umsvif til þess að birta
alfræðibókar-pistla um upp og ofan háttvirta höfunda.
Þrátt fyrir Ijón á vegi, ofangreind eða önnur, setja leikgagnrýnendur
dagblaðanna skemmtilegan svip á lesmál daglega lífsins. Þó að flestir séu
ósammála leikgagnrýnendum og fæstir kveðist ekki vita betur en þeir,
vildu víst fáir verða af dálkalöngum umsögnum þeirra — og vitað hef ég
leikara, þrátt fyrir steigurlátar yfirlýsingar, vaka fram úr, ef þeir áttu
von á leikdómi um sig i morgunblaðinu.
Á meðal leikgagnrýnenda nýtur Ásgeir Hjartarson trausts og virð-
ingar. Lengur en áratug hefur hann haldið á penna fyrir Þjóðviljann.
Róleg yfirvegun og góðgimi er einkunn stíls hans. Fátt kemur honum
úr jafnvægi, en ef til vill brosir hann í kamp, ef eitthvað gengur fram
af honum, eða hann muldrar einhver skynsamleg ónot í barm sér — og