Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 107
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
103
er minnzt, að konungur tók bænarskránum frá Dönum held-
ur fálega, er þeir óskuðu frekari þátttöku í stjórn landsins,
svo að hér virðist einnig gæta nokkurrar mótsagnar. Hinu má
þó ekki gleyma, að seta Islendinga á þingi Eydana var skoðuð
sem bráðabirgðaráðstöfun, sem reynslan var búin að sanna,
að var, að heita mátti, gagnslaus. Bardenfleth stiftamtmaður
var hlynntur sérstöku þingi á Islandi, og það er ekki ósenni-
legt, að afstaða hans hafi haft áhrif á úrskurð konungs vegna
vináttu þeirrar og trausts, sem hann naut hjá konungi.
Einnig er vert að veita því athygli, að konungur minntist
á áhuga Friðriks, sonar sins, á málefnum fslands. Hann kom
til landsins 1834 og hafði ferðazt um landið. Einn þeirra,
sem hann komst í kynni við, var Bjami Thorarensen amt-
maður, og það er gaman að láta sér detta í hug, að Bjami
hafi talað fagurlega um Alþingi og endurreisn þess í eyru
prinsins og mótað skoðanir hans á því máli. Svo mikið er víst,
að íslenzku stúdentamir þóttust eiga hauk í horni, þar sem
erfðaprinsinn var, og vitað, að hann var málinu hlynntur.
Þá má ekki gleyma þvi, að konungur var gegnsýrður af anda
rómantísku stefnunnar, og hún varpaði ljóma á ísland vegna
fornrar frægðar og boðaði fslendingum tilvemrétt sem sér-
stakri þjóð, því að rómantíska stefnan orkaði mjög á þjóð-
emisvitund og virðingu fyrir sérstöku þjóðerni.
Ný félagsrit hófu göngu sína vorið 1841. Jón Sigurðsson
skrifaði rækilega um Alþingi, skipulag þess og undirbúning.
Með því hugðist hann vekja þjóðina til umhugsunar um
málið, og sérstaklega benti hann embættismannanefndinni á,
að Alþingislögin eigi að vera handa fslandi, og varaði við
því að nota annað úr tilskipunum um héraðaþing i Dan-
mörku en það, sem hentugt sé, því „að íslands þarfir og ís-
lands stjóm eiga alltaf að vera hið fremsta“. Jón ritaði einnig
um kjörgengi og kosningarrétt. Hann vildi, að þau væru
sömu skilyrðum bundin, að kjósendur skyldu vera 25 ára og
hafa búsetu í landinu sjálfu og óflekkað mannorð.
Sama ár komu einnig út „Þrjár ritgerðir“ Tómasar Sæ-
mundssonar. Ein greinin hét: Alþing. Hann ræðir einkum
3 atriði, sem vom í eðlilegu frainhaldi af boðskap Kristjáns