Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 88
84
Magnús Már Lárusson
Skímir
smáríki.“ Heimildir þessar hafa mismunandi gildi og er
Göngu-Hrólfs saga lökust. Þó er það víst, að ErmLand er
þekkt um 1300 sem hérað við Eystrasalt eða nálægt því. Enn
fremur kemur fram í E-texta yngri gerðar nánari þekking á
landaheitum en í Hauksbók; er t. d. Eistlandi sleppt, en í
stað Lánlands er sett Samland, þótt endanleg röð landaheit-
anna sé ekki rétt. f sögunum tveim kemur og fram óljós þekk-
ing á því, að Ermland komi að einhverju leyti við sögu Garða-
ríkis. Einnig má taka fram, að heitið kemur einnig fyrir í
prússneskum heimildum frá sama tíma, eða um 1300. f The-
saurus Linguae Prussicae, Berlín 1873, er heitið ermyni: Erm-
lendingar, og Warmia: Ermland, samanber Dipl. Dan. 2. R.
2. bd. bls. 1: „coepiscopo nostro quondam Warmiensi“, 1281.
Nú á tímum heitir enn Erm(e)land héraðið frá Frisches
Haff til Masúrfenja í suðaustri og milli ánna Passarge og
Pregel. Síðan 1945 hefur héraðið lotið pólskri stjóm og nefn-
ist Warmja, en höfuðborgin Olsztyn, á þýzku Allenstein. Efér-
að þetta var hertekið og kristnað af Þýzku riddurunum um
1230, en 1243 var þar stofnað rómverskt-kaþólskt biskups-
dæmi, er laut erkistólnum í Riga. Að forsögu héraðsins verð-
ur vikið síðar.
í Hungurvöku stendur skýmm stöfum, að Aðalbert erki-
biskup sendi bréf sitt til íslands og bannaði mönnum að þiggja
þjónustu af biskupum af öðrum löndum, en sumir þeirra voru
bannsettir, og allir höfðu þeir farið út í óleyfi hans.
Fyrst er þá að geta þess, að kafli úr bréfi þessu muni liggja
til grundvallar ákvæði Kristins réttar forna imi útlenda presta
almennt og þá einkum um þá biskupa eða presta, er eigi eru
lærðir á latínutungu, hvort þeir eru ermskir eða girzkir, sam-
anber Grágás 1 21n, ff 26n, III 23n, 71n, 116n, 209n, 249n
og 329n. Texti handritanna er með mjög smávægilegum frá-
vikum, nema að því er varðar orðið ermskir. Grg. 1 22nm.
hefur hermskir eins og III 330nm.; III 24nm. enskir, sbr. 167,
210 og 250nm; II 117 nm. œmskir. III 24nm. hefur eitt sér
grizkir fyrir girzkir, en 330nm. A gersker, B og C girdskir,
D Gyrdskir. Af níu handritum hafa fjögur lýsingarorðið
enskir, en eitt misritunina œmskir. Þetta ætti að sýna, að lýs-