Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 160
154
Sigfús Haukur Andrésson
Skímir
kaupmenn svo eitthvað af undirmönnunum við verzlanirnar
í þjónustu sína, var þeim lofað sérstakri þóknun fyrir það.
Þessar tilslakanir kveðst nefndin gera í von um, að konungur
fallist á þær, þar eð ekki hafi unnizt tími til að leggja þær
fyrir hann, og séu þær gerðar vegna dyggrar þjónustu kaup-
manna og heiðarlegrar meðferðar á þeim konungseignum,
sem þeim hafi verið trúað fyrir. Verði þeir í síðasta lagi um
næst komandi áramót að hafa gefið hlutaðeigandi amtmanni
á fslandi svör um það, hvort þeir gangi að þessum kostum eða
ekki, og sé gagnslaust að fara fram á nokkrar frekari breyt-
ingar, en frestað skuli að gefa öðrum þegnum konungs kost á
að taka við verzlunarstöðunum með þessum kjörum, þar til
póstskipið kæmi til Kaupmannnahafnar vorið 1788. Hins veg-
ar yrðu þeir að skrifa nefndinni þegar með haustskipunum,
ef þeir vildu fá eitthvað af skipum konungsverzlunarinnar.
Bréf þetta hefur vafalaust komizt til sumra kaupmanna á
fslandi í tæka tíð, en langflestir héldu þeir þó utan með haust-
skipunum til að reyna að ná enn hagstæðari kjörum hjá sölu-
nefndinni. Virðast þeir hafa látið á sér skilja, er til Kaup-
mannahafnar kom, að þeim væri ekkert brátt að ganga að
þessum nýju tilhoðum, því að 15. desemher skrifar nefndin
þeim kaupmönnum frá fslandi, sem staddir eru í horginni,
og bendir þeim á, að þeir geti fengið eintök af bréfinn frá
24. júlí á skrifstofu konungsverzlunar, hafi þeir ekki séð það,
áður en þeir fóru frá íslandi. Eru þeir minntir á að gefa .:vör
sín fyrir tilskilinn tíma og tekið fram, að þeir geti ekki vænzt
neinna teljandi breytinga á því, sem í bréfinu var boðið, og
þannig er í rauninni gefið í skyn, að einhverjar frekari til-
slakanir komi þó til greina. Þá eru kaupmenn heðnir að til-
kynna sem fyrst, hvort þeir vilji skip, en þau verði annars
seld öðrum. En í október þetta sama haust höfðu skip þessi
verið auglýst til sölu í Danmörku, Noregi og hertogadæmun-
um og um leið vakin athygli á, að þeir sem leggja vildu stund
á verzlun og fiskveiðar við ísland, gætu fengið þau á mjög
hagstæðu verði. Af hálfu sölunefndarinnar er einnig í þessari
auglýsingu og í annarri auglýsingu frá 31. janúar 1788 boðin
öll möguleg fyrirgreiðsla til handa þeim, sem senda vilji skip