Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 172
166
Stefán Einarsson
Skírnir
þá yfir heiðina og síðan út með Múlaá að austan. Áin í báð-
um dölunum er á vinstri hönd manns, en með því að dal-
irnir snúa stöfnum saman, er það auðsætt, að maður verður
að fara inn annan og út hinn, en snúi maður andliti niður
að ánni, þá er inn á hægri hönd í Breiðdal, en út á hægri
hönd í Skriðdal.
Auðsætt er, að svona áttavilla í björtu er engin villa; mað-
ur fer allra sinna ferða fyrir henni. öðru máli gegnir um
blindbylji eða þó ekki sé nema þoka, þá er maður fljótari að
missa áttanna og lengur að átta sig. Til dæmis hefur það
komið fyrir mig á Berufjarðarskarði, að mér fannst eg vera
villtur og kominn eitthvað inn með Berufirði eða jafnvel inn
fyrir dalshotn sjálfan, en dalur sá var dalskvompan, sem
Berufjarðarskarð sjálft myndar í fjallið, og þurfti eg ekki að
ríða nema stuttan spöl aftur til að átta mig. Þetta var í lítilli
þoku, og rauf í hana annað slagið.
En í moldöskubyl missir maður allra átta og hefur ekki
nema veðurstefnuna og jörðina, sem maður stendur á, til að
átta sig. f sliku veðri var eg aldrei einn á ferð. En er eg
var 13 ára (8. maí 1910), lenti eg í slíku veðri með föður
mínum Einari bónda á Höskuldsstöðum, Stefáni bónda á Ás-
unnarstöðum og Sveinbimi vinnumanni í Jórvík. Milli Ás-
unnarstaða og Höskuldsstaða er um hálfsannars tíma gangur.
Við höfðum rokið á móti okkur, og man eg ekki, hve lengi
við höfðum gengið, nema við vorum komnir inn fyrir Hamar,
svo sem miðja vega milli Ásunnarstaða og Jórvíkur, þegar
karlamir stönzuðu óvilltir, en sögðu, að ástæðulaust væri að
halda lengra á móti veðrinu, og snem aftur út að Ásunnar-
stöðum, — þvi auðvelt var að ganga undan veðrinu. En
Sveinbjöm í Jórvík hafði orð fyrir að vera einhver hinn rat-
vísasti og traustasti ferðamaður, sem þá var uppi í Breiðdal.
Hann villtist aldrei. Einu sinni tók hann á rás frá mönnum,
sem vom að karpa um stefnu, til þess að láta þá ekki villa
sig — en þeir höfðu vit á að fylgja honum eftir.
Hvar sem menn lifa í árdölum og svipað er landslag og
á íslandi, ættu að vera skilyrði til þess, að mönnum fyndist