Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 224
■>,18
Ritfregnir
Skírni’
William Shakespeare: Leikrit I—II. Helgi Hálfdanarson íslenzkaði.
Heimskringla 1956 og 1957. — Leikritin eru: Draumur á Jónsmessunótt,
Rómeó og Júlía, Sem yður þóknast, Júlíus Sesar, Ofviðrið og Hinrik fjórði.
Sex leikrit Shakespeares í 2 bindum í vandaðri útgáfu, íslenzkuð. Það
hefði einhvemtíma þótt viðburður. Á þessum timum, þegar enginn má
vera að því að gera það, sem hugurinn girnist, er vant að taka slíkri
náðarsendingu sem verðugt er. Setjast út í horn með hlaða af handbók-
um, orðabókum og eldri útgáfum allt um kring og auðvitað góða texta-
rétta útgáfu af meistaranum á hnjánum og sökkva sér ofan í lestur og
samanburð. Slíkan munað má ekki ætla sér nema afrækja eitthvað það,
sem daglega lífið kallar eftir. Við skjóta yfirferð þýðinga Helga Hálf-
danarsonar hefur það hvað eftir annað hvarflað að mér, hvilíkur mun-
aður það væri að setjast í næði að krásunum.
Það er stórkostlegt menningariegt afrek, sem lyfsali norður á Húsavík
er að vinna íslenzkri þjóð. Þegar flestir strengir þessarar aldar eru þagn-
aðir, mun enn óma frá þessu þýðingarverki, en afrek Helga teljast til
hins merkara á öldinni.
Ekki svo að skilja, þýðingar þó nokkurra leikrita Shakespeares hafa
þegar komið á vora tungu. Skáldin Matthías og Steingrimur eiga þar
frumkvæðið. Meistari Eiríkur Magnússon útlagði „Storminn" og mjög
viðhlítandi er þýðing Sigurðar Grímssonar á „Kaupmanninum í Fen-
eyjum“, að ógleymdum þýðingum Indriða Einarssonar, sem raunar hafa
ekki verið gefnar út enn. Brautryðjendastarf hefur Helgi Hálfdanarson
því ekki unnið, en gildi þýðinga hans verður ekki að minna. Það er fólgið
í hinu einbeitta og djarfa átaki að snara leikritunum með tilliti til með-
ferðar á leiksviði. Þetta er allt annað en venjulegt þýðingarverk, röskar
3 aldir skilja að hugmyndaheim áheyrenda Shakespeares og áheyrenda
nútímans, háttur máls og tiltæk hugtök eru öll önnur nú en þá —- auk
bilsins milli enskunnar og íslenzku.
Raunin, sem leikritaþýðingar H. H. hafa þegar staðizt á leiksviði, bend-
ir ótvírætt til þess, að rétt sé af stað farið. Þess verður að vísu að geta,
að obbinn af hinum ágætu skólagengnu leikendum, einkum yngri kyn-
slóðin, má varla komast í snertingu við ljóðlínu eða skáldskap með glætu
af ærlegri tilfinningu, án þess að vera lostinn af „straum og skjálfta" í
tilburðum og framsögn. Vonandi eldist þetta af. Eitt óbrigðult læknisráð
er að lesa Shakespeare kvölds og morgna — lesa hann og tileinka sér sem
daglegt tal. Það er lykillinn að ljóðlinunni.
Lítið sýnishorn veitir hugmynd um, hversu Helga Hálfdanarsyni er
leikandi létt að flytja á milli tungna og hugmyndaheima. Það er gripið
niðri í „Ofviðrinu" og valin ástarjátning Miröndu, bls. 143 í 2. bindi:
Enga af mínu kyni
þekki ég sjálf, man ekkert konu-andlit
annað en mitt —• í spegli, hef séð engan