Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 184
178
Halldór Halldórsson
Skímir
á henni. En við skulum nú athuga lítillega hlutverk auka-
setninga frá þessu sjónarmiði.
1. Aukasetningar geta verið nafnorðsígildi, þ. e. þær tjá
sams konar inntök og nafnorð gera. Þetta eru hinar svo nefndu
fallsetningar, sem illu heilli hafa hlotið þetta nafn á íslenzku.
Nafnið leiðir ýmsa út í þá villu, að það sé eitthvert einkenni
þessara setninga, að þær standi í falli. En ef sagt er, að setn-
ing standi í falli, er átt við, að ef nafnorð stæði í stað setn-
ingarinnar, væri það í hinu tiltekna falli. Fallsetningar eru
þær máleiningar, sem ensku málfræðingarnir nefna Noun
Clauses og nefndar hafa verið substantiviske bisœtninger á
Norðurlandamálum.
2. Aukasetningar geta verið lýsingarorðsígildi, þ. e. þær
geta gegnt sams konar hlutverki og lýsingarorð gera. Til þessa
hóps teljast margar tilvísunarsetningar. Ensku málfræðing-
amir nefna þær Adjective Clauses. Á Norðurlandamálum
hafa þær verið kallaðar adjektiviske■ bisœtninger.
3. Aukasetningar geta gegnt svipuðu hlutverki og atviks-
legir liðir, t. d. atviksliðir, forsetningarliðir og svo nefndir
aukafallsliðir, ef það hugtak er ekki teygt út í hreina vitleysu,
eins og srnnir islenzkukennarar hafa gert. Þessar setningar
hafa verið nefndar atvikssetningar á íslenzku. Ensku mál-
fræðingamir nefna þær Adverb Clauses. Á Norðurlandamál-
um em þær kallaðar adverbielle bisœtninger.
Ef menn athuga, hvað í þessari flokkun felst, ætti mönn-
um að verða ljóst, hve aukasetningar gegna mikilvægu hlut-
verki í málinu og hve merkileg spor tilkoma þeirra hefir
markað í þróun málsins. Þessu virðist mér praeses ekki gera
sér grein fyrir. Með tilkomu aukasetninga eru sem sé upp
komnir nýir málliðir, sem geta tekið að sér hlutverk einstakra
orðflokka. Að visu eru til fleiri málliðir, sem þetta geta gert,
en það skiptir ekki máli í þessu sambandi. Mér þykir rétt að
taka nokkur dæmi til þess að skýra þetta betur. 1 málsgrein-
inni Ég veit, aS Gullfoss kemur á morgun jafngildir að-setn-
ingin nafnorði. Islenzk tunga á ekkert nafnorð til, sem hægt
er að fela í sama inntak og aukasetningin gerir. Hér er sem